Allar spurningar og svör

Fjölmiðlar og persónuvernd

Persónuverndarlöggjöfin gildir bara að takmörkuðu leyti um fréttamennsku í fjölmiðlum en í löggjöfinni er sérstök undantekning um fjölmiðlaumfjallanir. 

Hér má lesa álit Persónuverndar á persónuvernd og tjáningarfrelsi fjölmiðla.

Hér má lesa meira um það sem fellur utan við valdsvið Persónuverndar.

Fjölmiðill birti persónuupplýsingar um mig sem ég vil ekki að séu birtar. Get ég kvartað til Persónuverndar?
Persónuvernd getur ekki fjallað um kvartanir sem snúa að umfjöllun í fjölmiðlum, jafnvel þó að í umfjölluninni séu persónuupplýsingar, vegna sérstakrar undantekningar í persónuverndarlöggjöfinni.

Gildir persónuverndarlöggjöfin ekki um fjölmiðla?
Persónuverndarlöggjöfin gildir bara að takmörkuðu leyti um fréttamennsku í fjölmiðlum. Það þarf þó að gæta sanngirni og gagnsæi gagnvart þeim einstaklingum sem persónuupplýsingar varða, og að tryggja á upplýsingarnar séu áreiðanlegar.

Hvert get ég leitað ef ég er ósátt/ósáttur við umfjöllun um mig í fjölmiðlum?
Hægt er að leita til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands ef þú telur að umfjöllunin sé ekki í samræmi við lög og reglur. Athugið þó að kæra þarf að berast siðanefndinni innan tveggja mánaða frá birtingu efnisins sem kvartað er yfir.

Þú getur einnig leitað til dómstóla, en þá getur verið ráðlegt að leita aðstoðar lögmanns.

Var efnið hjálplegt? Nei