Útgefnir bæklingar

Spurðu áður en þú sendir!

Persónuvernd fyrir 8-12 ára


Hvað eru persónuupplýsingar?

Það eru allar upplýsingar um þig.

Það eru líka upplýsingar sem hægt er að nota til að finna út hver þú ert.

Til dæmis:

  • Nafnið þitt og kennitala
  • Hvar þú átt heima
  • Ljósmyndir og myndbönd af þér

Hvað er persónuvernd?

Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi og að þú átt þínar persónuupplýsingar

Til að vernda einkalíf okkar er búið að setja reglur um hvað má gera með persónuupplýsingarnar okkar og hvað má ekki.


Hvað viltu að aðrir viti um þig?

Hugsaðu þig vel um áður en þú setur eitthvað á Netið. Það er ekki svo auðvelt að taka það til baka.

Þú vilt ekki endilega að myndir af þér séu birtar á Netinu eða sendar til vina þinna, foreldra eða ókunnugra, til dæmis með smáforritum (öppum).

Ef þú ætlar að senda eitthvað um aðra, til dæmis myndir, skaltu alltaf spyrja um leyfi fyrst.

Ef þú færð ekki leyfi skaltu ekki senda!

Sömu reglur gilda líka um alla aðra sem vilja senda eitthvað um þig, til dæmis vini þína, foreldra eða aðra.


Hér má nálgast bæklinginn á PDF-sniði



Var efnið hjálplegt? Nei