Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um embætti landlæknis

22.11.2006

Umsögn um frumvarp til laga um embætti landlæknis

Persónuvernd vísar til bréfs heilbrigðis- og trygginganefndar, dags. 10. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar Persónuverndar um frumvarp til laga um embætti landlæknis, 273. mál, heildarlög (þskj. 282 á 133. löggjafarþingi.)

Í 8. gr. frumvarpsins er fjallað um heilbrigðisskrár á landsvísu. Ljóst er að lagasetning sem snýr að slíkum skrám er mikilvæg, m.a. vegna hagsmuna vísindasamfélagsins af því að geta nýtt fyrirliggjandi heilsufarsupplýsingar til að auka við þekkingu. Við slíka lagasetningu verður þó að gæta þess að skerða ekki einkalífsréttindi hinna skráðu um of.

Persónuvernd fékk drög að frumvarpi þessu send til umsagnar, dags. 16. febrúar og 23. júní sl., og gerði í bæði skipti nokkrar athugasemdir við ofangreint ákvæði. Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir hefur verið tekið mið af þeim athugasemdum. Í ljósi þessa gerir Persónuvernd ekki athugasemdir við efni frumvarpsins.




Var efnið hjálplegt? Nei