Úrlausnir

Lögmæti og öryggi vinnslu persónuupplýsinga hjá Lyfjastofnun

27.8.2003

Persónuvernd hafði til skoðunar, í fyrsta lagi lögmæti þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer hjá Lyfjastofnun, þ.e. hvort hún hafi viðhlítandi lagastoð, og í öðru lagi öryggi þeirrar vinnslu sem hefur slíka lagastoð. Tilefni málsins er m.a. atvik sem átti sér stað þegar listi yfir lyfjaávísanir vegna ýmiss konar lyfja, sem Lyfjastofnun hafði kallað eftir, var símsendur til óviðkomandi aðila.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Lyfjastofnunar á persónuupplýsingum um neyslu lyfja, þ.e. annarra en þeirra sem eru eftirritunarskyld, sé og hafi verið óheimil, og lagði fyrir stofnunina að eyða þeim gagnagrunni sem hún hafði búið til og hafði að geyma upplýsingar um lyfjaneyslu. Þá var einnig lagt fyrir Lyfjastofnun að tyggja viðhlítandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga um sölu og neyslu eftirritunarskyldra lyfja.

Ákvörðunin er birt hér.

Var efnið hjálplegt? Nei