Úrlausnir

Upplýsingar um slys af völdum flugelda

28. febrúar

28.2.2005

Lögreglustjórinn í Reykjavík óskaði eftir áliti Persónuverndar á því hvaða persónuupplýsingar starfsfólki í heilbrigðisþjónustu væri heimilt eða jafnvel skylt að veita lögreglu í tengslum við slys af völdum flugelda.

Pesónuvernd taldi, m.a. með hliðsjón af þeirri ríku þagnarskyldu sem hvílir á læknum, að ekki yrði séð að annað en samþykki hinna slösuðu heimilaði slíka upplýsingamiðlun. Hins vegar sæi Persónuvernd ekkert því til fyrirstöðu að sjúklingi yrði boðið að veita upplýst samþykki sitt fyrir því að lögreglu yrðu veittar persónuauðkenndar upplýsingar um hann.

Álitið er birt hér.





Var efnið hjálplegt? Nei