Úrlausnir

Símsending persónulegra gagna starfsmanns

4. mars

4.3.2005

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að fyrirtæki hefði aflað gagna, sem merkt hefðu verið sem einkagögn, úr tölvu sem starfsmaður hafði til umráða þegar hann vann hjá því, þau prentuð út og send þriðja aðila.

Persónuvernd barst kvörtun yfir því að fyrirtæki hefði aflað gagna, sem merkt hefðu verið sem einkagögn, úr tölvu sem starfsmaður hafði til umráða þegar hann vann hjá því, þau prentuð út og send þriðja aðila. N.t.t. var um að ræða starfsumsókn og drög að persónulegu bréfi.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að símsendingin hefði verið óheimil og að fyrirtækið skyldi ganga úr skugga um hvort umrædd gögn væru enn til í starfsstöðvum þess, sem og í tölvum, sem það hefur notað en hefur verið skipt út fyrir aðrar nýrri, og eyða þeim komi í ljós að svo sé.

Úrskurðurinn er birtur hér.



Var efnið hjálplegt? Nei