Úrlausnir

Álit á lögmæti rafrænnar vöktunar í búningsklefa líkamsræktarstöðvar

16. ágúst

16.8.2005

Lögfræðideild Lögreglunnar í Reykjavík hafði samband við Persónuvernd, vegna gagna í þjófnaðarmáli. Um var að ræða upptöku úr eftirlitsmyndavél sem komið hafði verið fyrir í búningsklefa líkamsræktarstöðvar. Óskaði lögreglan álits Persónuverndar á lögmæti þessa.

Lögfræðideild Lögreglunnar í Reykjavík hafði samband við Persónuvernd, vegna gagna í þjófnaðarmáli. Um var að ræða upptöku úr eftirlitsmyndavél sem komið hafði verið fyrir í búningsklefa líkamsræktarstöðvar. Óskaði lögreglan álits Persónuverndar á lögmæti þessa. Af hálfu líkamsræktarstöðvarinnar var staðfest að starfsmenn hennar hefðu komið falinni myndavél fyrir í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál.

Persónuvernd taldi þetta hafa verið ólögmætt, en vöktun með leynd má aldrei fara fram nema með úrskurði dómara eða samkvæmt sérstakri lagaheimild. Ekki var vafa undirorpið að lögreglu hefði verið heimilt að framkvæmda þessa rafrænu vöktun með leynd, á grundvelli dómsúrskurðar samkvæmt 1. mgr. 87. gr., sbr. d-lið 86. gr. laga um meðferð opinberra mála.

Þá tók Persónuvernd fram að brotið yrði að teljast alvarlegt, enda mætti fólk vænta þess að njóta einkalífsréttar í búningsklefum.

Álitið er birt hér.





Var efnið hjálplegt? Nei