Úrlausnir

Upplýsingar til Bandaríkjanna um dæmda hryðjuverkamenn

11.5.2012

Persónuvernd hefur svarað innanríkisráðuneytinu um lögmæti þess að flytja héðan persónuupplýsingar til Bandaríkjanna. Þetta yrði gert í þágu samninga um vegabréfsáritanafrelsi. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir enda yrðu aðeins fluttar héðan upplýsingar um einstaklinga sem hefðu verið dæmdir fyrir hryðjuverkabrot. Afstaðan byggðist á þeim forsendum að flutningur upplýsinganna þætti vera nauðsynlegur vegna almannahagsmuna og að við flutninginn yrði þess gætt að hann myndi uppfylla skilyrði þjóðréttarskuldbindingar Íslands, sbr. Rammaákvörðun nr. 2008/977/JHA.
Persónuvernd hefur svarað innanríkisráðuneytinu um lögmæti þess að flytja héðan persónuupplýsingar til Bandaríkjanna. Þetta yrði gert í þágu samninga um vegabréfsáritanafrelsi. Persónuvernd gerði ekki athugasemdir enda yrðu aðeins fluttar héðan upplýsingar um einstaklinga sem hefðu verið dæmdir fyrir hryðjuverkabrot. Afstaða Persónuverndar byggist á þeim forsendum að flutningur upplýsinganna muni þykja nauðsynlegur vegna almannahagsmuna og þess verði gætt að virða skilyrði þjóðréttarskuldbindingar Íslands, sbr. Rammaákvörðun nr. 2008/977/JHA.

Svar Persónuverndar.


Var efnið hjálplegt? Nei