Úrlausnir

Um valdmörk og lagaskil

30.11.2011

Persónuvernd hefur svarað þremur erindum sem öll varða skýringu á valdmörkum Persónuverndar og lagaskilum persónuverndarlöggjafar.

- Í fyrsta tilvikinu var um að ræða miðlun persónuupplýsinga frá þýsku fyrirtæki til Seðlabanka Íslands. Persónuvernd vakti athygli þýsku stofnunarinnar á því.

- Í öðru tilviki var um að ræða birtingu upplýsinga tengdar ferðum skipa á grískri vefsíðu. Persónuvernd vakti athygli grísku stofnunarinnar á því.

- Þriðja málið varðaði söfnun persónuupplýsinga í gegnum tölvuleik á Netinu. Persónuvernd úrskýrði helstu sjónarmið, en tók ekki efnislega afstöðu til lögmætis vinnslunnar.

Persónuvernd hefur svarað þremur erindum sem öll varða skýringu á valdmörkum Persónuverndar og lagaskilum persónuverndarlöggjafar. Í fyrsta tilvikinu var um að ræða miðlun persónuupplýsinga frá þýsku fyrirtæki til Seðlabanka Íslands. Persónuvernd vakti athygli þýsku PV á því. Í öðru tilviki var um að ræða birtingu upplýsinga um áhafnir skipa á grískri vefsíðu. Persónuvernd vakti athygli grísku PV á því. Þriðja málið varðaði söfnun persónuupplýsinga í gegnum tölvuleik á Netinu. PV úrskýrði helstu sjónarmið, engin efnisleg afstaða var tekin:

Miðlun frá tryggingarfyrirtæki til Seðlabanka Íslands
Persónuvernd barst fyrirspurn um skyldu tryggingarfyrirtækis til að afhenda Seðlabanka Íslands (SÍ) upplýsingar um viðskiptavini félagsins. Persónuvernd vísaði til efnislegrar afstöðu sinnar til sambærilegs eldra máls. Við meðferð málsins kom í ljós að annað félag í sömu samsteypu, staðsett í Þýskalandi, hefði þegar afhent SÍ slíkar upplýsingarnar. Persónuvernd vakti athygli þýsku persónuverndarstofnunarinnar á því.   

Svar Persónuverndar.

Birting upplýsinga um áhafnir á erlendri heimasíðu
Persónuvernd bárust nokkrar kvartanir vegna birtingar upplýsinga á grískri vefsíðu. Um er að ræða upplýsingar sem koma úr AIS-staðsetningarbúnaði sem skylt er að hafa í skipum. Þeir sem nema ais-merkin senda þau til aðila í Grikklandi sem sýnir upplýsingarnar á tiltekinni vefsíðu. Persónuvernd ákvað að vekja athygli grísku stofnunarinnar á málinu.

Svar Persónuverndar.

Söfnun upplýsinga í gegnum tölvuleik
Persónuvernd barst fyrirspurn manns um tölvuleikinn Battlefield, en forrit sem keyrði hann gerði fyrirtæki kleift að skoða upplýsingar á tölvu leiknotenda og nýta þær til markaðssetningar. Svar Persónuverndar er almennt. Þar er m.a. bent á að þótt ísl. lög geti gilt að einhverju marki, og málið komið til úrlausnar hér á landi, gætu risið vandamál tengd fullnustu. Þá yrði að skoða efni notendaskilmála um lögsögu o.fl. Var bent á að vænta má nýrra reglna innan ESB þar sem fyrirhugað er að eyða óvissu á þessu sviði.

Svar Persónuverndar.


Var efnið hjálplegt? Nei