Úrlausnir

Sala Creditinfo á upplýsingum um áhættumat á einstaklingum

21.10.2011

Persónuvernd hefur talið vinnslu Creditinfo á upplýsingum um áhættumat á einstaklingum, geta samrýmst lögum um meðferð persónuupplýsinga.

Persónuvernd hefur fjallað um sölu Creditinfo á upplýsingum um áhættumat á einstaklingum. Stofnunin taldi gerð matsins geta samrýmst lögum nr. 77/2000 - enda færi hún fram að beiðni manns áður en gengið er frá samningi við hann um lán. Í niðurstöðunni segir að ábyrgð á lögmæti hvíli bæði á þeim aðila (banka) sem hverju sinni fær slíkt mat í hendur og á Creditinfo, sem m.a. beri ábyrgð á áreíðanleika þess og gæðum.

 

Ákvörðun Persónuverndar.

 



Var efnið hjálplegt? Nei