Úrlausnir

Synjað um leyfi til að nýta gagnagrunn um geðsjúka

14.12.2010

Persónuvernd hefur synjað umsókn nokkurra sérfræðinga um leyfi til að nýta gagnagrunn með viðkvæmum persónuupplýsingum um geðsjúklinga sem fengu sína fyrstu geðgreiningu í sérfræðiþjónustu á Íslandi á árunum 1966-1967.

Persónuvernd barst umsókn nokkurra sérfræðinga um að mega nýta gagnagrunn sem hefur að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar um geðsjúklinga sem fengu sína fyrstu geðgreiningu í sérfræðiþjónustu á Íslandi á árunum 1966-1967. Að mati Persónuverndar voru ekki forsendur til að líta svo á að um lögmætan gagnagrunn væri að ræða. Því taldi hún sig ekki geta fallist á umsókn um leyfi til samkeyra hann við ýmsar miðlægar skrár sem hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar, þ. á m. skrár landlæknis.

Ákvörðun Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei