Úrlausnir

Úrskurðir varðandi skráningu banka á auðkennum viðskiptavina

16.9.2010

 

Kveðnir hafa verið upp tveir úrskurðir þar sem deilt var um að hvaða marki viðskiptavinum banka ber að sanna á sér deili.

Kveðnir hafa verið upp tveir úrskurðir þar sem deilt var um að hvaða marki viðskiptavinum banka ber að sanna á sér deili.

Í öðru málinu var um að ræða mann sem átti bankareikning hjá S24 (var í viðvarandi viðskiptasambandi). Persónuvernd taldi að honum hefði borið að afhenda S24 skilríki sín, og að S24 hafi mátt ljósrita þau og afla tiltekinna annarra upplýsinga. Hitt málið laut að kvörtun manns yfir því að geta ekki greitt gíróseðla fyrir systur sína nema gefa upp kennitölu sína. Um var að ræða viðskipti að fjárhæð 12.606. Persónuvernd taldi kennitöluvinnslu ekki hafa verið lögmæta. Lagt var fyrir bankann að stöðva slíka vinnslu. Að öðrum kosti mætti vænta þess að Persónuvernd beitti dagsektum.

Úrskurður Persónuverndar - S24

Úrskurður Persónuverndar - Landsbankinn




Var efnið hjálplegt? Nei