Leyfisveitingar í ágúst 2007

Í ágústmánuði voru gefin út 5 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í ágústmánuði voru gefin út 5 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/519 - Finnbogi Jakobsson, sérfræðingur á taugalækningadeild B-2, Landspítala (LSH), fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á sterameðferð við MS sjúkdómi á dagdeild taugalækningadeildar LSH“.

2007/477 - Geir Gunnlaugsson, forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á áhrifum þess á heilsu barna að gefa eingöngu brjóstamjólk í fjóra eða sex mánuði“.

2007/303 - Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði heilameinvarpa“.

2007/500 - Ástu Thoroddsen, dósents við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ), dags. 13. ágúst sl., um heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber heitið: „Tíðni sýkinga á ganglim eftir bláæðatöku við opnar hjartaaðgerðir“.

2007/580 – Viðar Örn Eðvarðsson, barnalæknir fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langvinnur nýrnasjúkdómur í íslenskum börnum“.

Auk þess voru starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, annars vegar, og lögaðila, hins vegar, framlengd til 1. október nk.




Var efnið hjálplegt? Nei