Leyfisveitingar í júní 2007

Í júnímánuði 2007 voru gefin út 4 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni

Í júnímánuði voru gefin út 4 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/429 - Þorvaldur Ingvarsson framkvæmdastjóri lækninga á FSA og Lilja Rut Arnardóttir læknanemi fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Er klínískum leiðbeiningum um notkun sýklalyfja fyrir skurðaðgerðir fylgt á skurðdeildum FSA?“.

2007/430 - Elías Ólafsson prófessor og yfirlæknir við Taugalækningadeild LSH og Ágúst Hilmarssoni deildarlæknir á slysa- og bráðadeild LSH fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði heilaslags“.

2007/518 - Þorvaldur Jónsson ábyrgðarmaður Íslenska krabbameinsverkefnisins (ÍKV), og Kristleifur Kristjánsson framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) fengu leyfi til samkeyrslu gagna úr rannsóknum ÍKV og krabbameinsrannsóknum ÍE.

2007/472 - Gunnar Skúli Ármannsson svæfinga- og gjörgæslulækni á LSH fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðflæðimæling í legslagæð og mæling á glútatíoni í blóði á fyrri hluta meðgöngu. Tengsl þessara þátta við meðgöngueitrun.“



Var efnið hjálplegt? Nei