Viðburðir

Upptaka af málþingi Persónuvernd og Landspítala

Þann 12. janúar 2018 boðuðu Persónuvernd og Landspítali til málþings þar sem fjallað var um nýjar reglur um persónuvernd og áhrif þeirra á íslenskan heilbrigðisgeira. Um það bil 200 manns mættu á málþingið auk þess sem mikill fjöldi fylgdist með málþinginu á Netinu. 

Hér að neðan má finna tengla á erindin auk spurninga sem bornar voru upp undir lok málþingsins.


Málþing Persónuverndar og Landspítala - Áhrif nýrrar löggjafar

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, flutti inngangserindi sem fjallaði um áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar. 

Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á heilbrigðisgeirann

Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, fjallar um áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á heilbrigðisgeirann. 

Söfnun heilsufarsupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, fjallar um söfnun heilsufarsupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

Raunhæf ráð við innleiðingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar

Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum, gefur raunhæf ráð við innleiðingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar.

Spurningar eftir erindin á málþinginu „Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd“


Var efnið hjálplegt? Nei