Fréttir

Yfirlýsing Evrópska persónuverndarráðsins vegna COVID-19

20.3.2020

Evrópska persónuverndarráðið, sem Persónuvernd á aðild að, gaf í dag út yfirlýsingu vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum COVID-19. Ráðið leggur áherslu á að persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir vinnslu persónuupplýsinga vegna ráðstafana til að hefta útbreiðslu faraldurs á borð við COVID-19. 

Þá leggur ráðið áherslu á að ef nota á fjarskiptaupplýsingar í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu faraldursins, verða að koma til viðbótarráðstafanir, umfram það sem persónuverndarlögin mæla fyrir um. Í lögum hvers lands, sem innleitt hafa tilskipun um persónuvernd í fjarskiptum, er gert ráð fyrir að fjarskiptafyriræki eigi eingöngu að nota ópersónugreinanlegar staðsetningarupplýsingar (e. anonymous location data) eða með samþykki þeirra einstaklinga sem um ræðir. 

Stjórnvöld eiga því að stefna fyrst að því að vinna með ópersónugreinanlegar staðsetningarupplýsingar. Þetta getur gert þeim kleift að útbúa skýrslur um samþjöppun farsíma á tilteknum stöðum (e. cartography). 

Þegar ekki er mögulegt að notast við ópersónugreinanlegar upplýsingar, veitir 15. gr. tilskipunarinnar aðildarríkjum innan EES heimild til að setja lög með vísan til þjóðaröryggis og almannaöryggis. Til að slík neyðarlöggjöf sé heimil þarf hún að vera nauðsynleg, viðeigandi og ekki úr hófi í lýðræðisþjóðfélagi. Ef slík lög eru sett, þarf að gæta að því að viðeigandi verndarráðstafanir séu gerðar, t.d. að einstaklingar hafi viðeigandi réttarúrræði. 

Yfirlýsing Evrópska persónuverndarráðsinsVar efnið hjálplegt? Nei