Fréttir

Vinnsla persónuupplýsinga á vinnustöðum í tengslum við sóttvarnir (COVID-19)

6.3.2020

Á vinnustöðum getur verið nauðsynlegt að skrá niður lágmarksupplýsingar í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar, í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu hennar og til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað. Vegna þessa hefur Persónuvernd gefið út leiðbeiningar til atvinnurekenda hvað þetta varðar. 

Á vinnustöðum getur verið nauðsynlegt að skrá niður lágmarksupplýsingar í tengslum við útbreiðslu COVID-19 veirunnar, í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu hennar og til að tryggja öryggi og heilbrigði á vinnustað.

Mikilvægt er að starfsmenn fái fullnægjandi fræðslu um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer. Einnig þarf að gæta að meðalhófi við skráningu.

Persónuvernd leiðbeinir atvinnurekendum því um að óska einungis eftir upplýsingum sem þörf er á og miða frekar við „já eða nei“ spurningar til þess að meta áhættuna og hefta útbreiðslu veirunnar. 

Dæmi um slíkar spurningar eru eftirfarandi:

1. Ertu að koma frá áhættusvæði? Já/Nei

2. Finnur þú fyrir einkennum COVID-19 á borð við höfuðverk, hita, beinverki og andþyngsli? – Já/Nei

3. Hefur þú umgengist einhvern sem kom nýlega frá skilgreindu áhættusvæði? – Já/Nei

Veita þarf starfsmönnum viðeigandi leiðbeiningar um hvernig sé rétt að bregðast við ef einhverjum af þessum spurningum er svarað játandi.

Við skráningu fjarveru þarf einnig að gæta meðalhófs og eingöngu skrá lágmarksupplýsingar til að tryggja rétta launaafgreiðslu.

Frekari upplýsingar fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu vegna COVID-19 má finna á vefsíðu embættis landlæknis.



Var efnið hjálplegt? Nei