Fréttir

Svar Persónuverndar til Vinnumálastofnunar vegna birtingar upplýsinga um nýtingu hlutabótaleiðar

13.5.2020

Þann 11. maí 2020 barst Persónuvernd bréf Vinnumálastofnunar varðandi birtingu og miðlun upplýsinga um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa svokallaða hlutabótaleið samkvæmt lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Í bréfinu voru settar fram spurningar tengdar birtingu umræddra upplýsinga og því hvernig hún samrýmdist persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar kemur meðal annars fram að stofnunin telji að um birtingu og miðlun umrædda upplýsinga fari eftir upplýsingalögum nr. 140/2012 og að Persónuvernd skeri ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsingar samkvæmt þeim lögum. Það sé hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að umræddar upplýsingar séu birtar.

Bréf Persónuverndar til Vinnumálastofnunar má sjá hér. 



Var efnið hjálplegt? Nei