Fréttir

Stefna frumkvæðiseftirlits fyrir árið 2024

7.2.2024

Persónuvernd hefur ákveðið að árið 2024 verði frumkvæðiseftirliti stofnunarinnar beint að vinnslu persónuupplýsinga í eftirfarandi forgangsröð:

  1. Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum fjármálafyrirtækja.
  2. Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum vátryggingafélaga.
  3. Vinnsla persónuupplýsinga í snjalllausnum/hugbúnaðarkerfum þjónustufyrirtækja.
  4. Vinnsla persónuupplýsinga á sviði fjártækni.
  5. Gerð persónusniða og örnálgun (e. microtargeting).
  6. Vinnsla persónuupplýsinga á sviði heilbrigðistækni.

Ákvörðun um framangreinda forgangsröð byggist á yfirferð yfir þau mál sem hafa verið til skoðunar hjá Persónuvernd, sem og á áherslum stofnunarinnar síðustu ár.

Þessi stefna útilokar ekki að frumkvæðiseftirliti stofnunarinnar verði beint að annars konar vinnslu ef upp koma mál sem Persónuvernd telur að bregðast þurfi við.



Var efnið hjálplegt? Nei