Fréttir

29. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana

26., 27. og 28. september sl. var haldinn 29. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana í Montreal

2.10.2007

26., 27. og 28. september sl. var haldinn 29. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana í Montreal

29. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana var haldinn í Montreal 26., 27. og 28. september sl. og var hann sóttur af Sigrúnu Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar. Aðalefni fundarins voru viðbrögð og lagasamvinna í tengslum við ýmsar tækninýjungar, s.s. tilkomu örmerkjatækni og dvergtækni (nanotechnology). Þema alþjóðafundarins var „TERRA INCOGNITA“. Um dagskrá alþjóðafundarins má lesa nánar hér:

Dagskrá alþjóðafundar

Á ráðstefnunni voru m.a. samþykktar ályktanir um þörf fyrir alþjóðastaðla um vinnslu farþegabókunarupplýsinga. Um þetta má lesa nánar í fréttatilkynningu og ályktunum sem gefnar voru út að loknum fundinum. Þær eru birtar hér:

Fréttatilkynning vegna alþjóðafundar forstjóra persónuverndarstofnana 28. september 2007

Ályktun um bráða nauðsyn alþjóðlegra staðla varðandi öryggi farþegaupplýsinga

Ályktun um þróun alþjóðlegra staðla

og

Ályktun um alþjóðlega samvinnu

Lauslega samantekt á íslensku um efni ofangreindra ályktananna má skoða hér



Var efnið hjálplegt? Nei