Fréttir

Ný álit frá 29. gr. starfshópnum

3.10.2006

29. gr. starfshópurinn, sem sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í EB og hefur m.a. það hlutverk að stuðla að samræmingu í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu, hefur gefið út fjögur ný álit.

29. gr. starfshópurinn, sem sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í EB og hefur m.a. það hlutverk að stuðla að samræmingu í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu, hefur gefið út fjögur ný álit.

1) Álit nr. 6/2006 snýr að tillögum framkvæmdastjórnarinnar að sk. ALIMENTA reglugerð, sem m.a. á að fjalla um upplýsingamiðlun á milli landa í tengslum við kröfur um framfærslueyri.

2) Álit nr. 7/2006 fjallar um dóm Evrópudómstólsins í sk. PNR-málum og brýna þörf á nýju samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um miðlun farþegaupplýsinga

3) Álit nr. 8/2006 fjallar um endurskoðun rammalöggjafar um fjarskipti, með sérstöku tilliti til tilskipunar um persónuvernd í fjarskiptum.

4) Álit nr. 9/2006 fjallar um framkvæmd tilskipun nr. 2004/82/EB um skyldu flugrekenda til að veita upplýsingar um farþega.





Var efnið hjálplegt? Nei