Fréttir

25. alþjóðafundur forstjóra persónuverndarstofnana

17.9.2003

Skrifstofa áströlsku persónuverndarstofnunarinnar ( Australian Office of the Federal Privacy commissioner) hélt 25. fund Alþjóðasamtaka forstjóra persónuverndarstofnana, í Sydney 10. til 12. september 2003.

Skrifstofa áströlsku persónuverndarstofnunarinnar ( Australian Office of the Federal Privacy commissioner) hélt 25. fund Alþjóðasamtaka forstjóra persónuverndarstofnana, í Sydney 10. til 12. september 2003.

Þema ráðstefnunnar í ár var: "Practical Privacy for people, government and business". Markmiðið var að forstjórar persónuverndarstofnana og fulltrúar annarra opinberra stofnana, ábyrgðaraðila, fræðimanna og neytenda kæmu að sameiginlegri túlkun á hugtakinu "góð einkalífsvernd".

Slíkar ráðstefnur eru haldnar árlega og aðildarstofnanir skiptast á við að halda þær. Á síðasta ári var hún haldin í Cardiff og árið þar á undan i Paris. Áður hafa þær verið haldnar á Ítalíu og í Hong Kong. Fjöldi þátttakenda er að jafnaði um 350, þar af eru um 50 forstjórar persónuverndarstofnana, aðrir embættismenn og leiðandi aðilar á ýmsum vettvangi. Forstjóri Persónuverndar mun stýrði umræðu um meðferð líftækniupplýsinga í tengslum við gerð persónuskilríkja o.fl.: "Identity: now you see it; now you don't"

Hér er tengill við heimasíðu áströlsku persónuverndarstofnunarinnar en þar má nálgast meiri upplýsingar um ráðstefnuna, m.a. um þær ályktanir sem voru samþykktar.





Var efnið hjálplegt? Nei