Fréttir

Skýrsla JSA um úttekt á 96. gr. skráningum í Schengen-upplýsingakerfið

1.7.2005

Hinn 20. júní sl. gaf sameiginleg eftirlitsstofnun Schengen-samstarfsins, JSA, út skýrslu um niðurstöður svokallaðrar "96. gr. úttektar" á Schengen-upplýsingakerfinu, þ.e. úttektar á skráningu útlendinga sem synja á um komu inn á Schengen-svæðið.

Hinn 20. júní sl. gaf sameiginleg eftirlitsstofnun Schengen-samstarfsins, JSA, út skýrslu um niðurstöður svokallaðrar "96. gr. úttektar" á Schengen-upplýsingakerfinu, þ.e. úttektar á skráningu útlendinga sem synja á um komu inn á Schengen-svæðið. Af því tilefni gaf JSA frá sér stutta fréttatilkynningu sem í lauslegri þýðingu er svohljóðandi:

Úttekt var gerð á Schengen-upplýsingakerfinu í fyrstu sameiginlegu aðgerðum JSA og persónuverndarstofnana Noregs, Íslands og þeirra ríkja Evrópusambandsins sem aðild eiga að kerfinu. Í úttektinni var sjónum beint að rúmlega 700 þúsund skráningum útlendinga sem synja á um komu inn á svæðið.

Úttektin leiddi í ljós töluverðan mun á fjölda slíkra skráninga í aðildarríkjunum og þörf á að samræma skilyrði landslaga um hvenær synja má um komu.

Sameiginlega eftirlitsstofnunin hvetur þau ríki sem eiga aðild að Schengen-upplýsingakerfinu jafnframt til að þróa með sér starfshætti til að tryggja að upplýsingar séu áreiðanlegar, uppfærðar og unnar með lögmætum hætti. Æskilegt er að koma á reglulegu eftirliti.

Skýrsluna má finna hér.





Var efnið hjálplegt? Nei