Fréttir

Persónuvernd kallar eftir skýringum

9.12.2011

Persónuvernd hefur ákveðið að kalla eftir skýringum Landspítala - Háskólasjúkrahúss af tilefni ábendinga og kvartana yfir meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga um 158 einstaklinga í tengslum við rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum. Mun upplýsingum um þá hafa verið miðað frá LSH og dreift með tölvupósti.

Þann 5. desember sl. barst Persónuvernd kvörtun einstaklings vegna miðlunar lista yfir netföng þátttakenda í rannsókninni „Ofbeldi í nánum samböndum“. Persónuvernd hefur ákveðið að óska eftir skýringum frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi.

Bréf Persónuverndar til Landspítala-Háskólasjúkrahúss.



Var efnið hjálplegt? Nei