Fréttir

Um 77. fund starfshóps samkvæmt 29. gr. tilskipunar 95/46/EB

22.10.2010

Á 77. fundi hins sk. 29. gr. starfshóps, sem Persónuvernd tók þátt í, var m.a. fjallað um öryggismál tengd flutningi farþegaupplýsinga til Bandríkjanna.

Á 77. fundi hins svokallaða 29. gr. starfshóps, sem Persónuvernd tók þátt í, var m.a. fjallað um öryggismál tengd flutningi farþegaupplýsinga til Bandaríkjanna.

Almenn viðmið vegna flutnings á farþegaupplýsingum

Starfshópurinn ræddi þau almennu skilyrði sem þarf að uppfylla við flutning farþegaupplýsinga. Taldi hópurinn ekki hafa verið sýnt nægilega vel fram á nauðsyn farþegaupplýsinga í alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverkum. Starfshópurinn hefur áður gefið út mörg álit varðandi flutning farþegaupplýsinga til Bandaríkjanna og stefnir að útgáfu nýs álits.

Kosning varaformanns 29. gr. starfshópsins

Starfshópurinn kaus Igor Nemec, forstjóra tékknesku persónuverndarstofnunarinnar, í stöðu varaformanns hópsins.

Stig verndar í Úrúgvæ

Á fundinum samþykkti starfshópurinn álit um að í Úrúgvæ sé persónuupplýsingum veitt fullnægjandi vernd í skilningi tilskipunar 95/46/EB. Þar sem starfshópurinn er framkvæmdastjórninni til ráðgjafar um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu má gera ráð fyrir að litið verði til álitsins þegar framkvæmdastjórnin tekur ákvörðun um stig verndar í Úrúgvæ.

Fréttatilkynning 29. gr. starfshópsins frá 18. október 2010 (pdf)




Var efnið hjálplegt? Nei