Fréttir

Lok máls í framhaldi af úttekt hjá Sjúkratryggingum Íslands

Mál nr. 2020010085

28.6.2023

Hinn 2. maí 2023 tók Persónuvernd ákvörðun varðandi eftirfylgni og beitingu viðurlaga í framhaldi af úttekt á öryggi persónuupplýsinga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Var talið að með fullnægjandi hætti hefði verið brugðist við fyrirmælum sem gefin voru í tengslum við úttektina. Jafnframt var talið að tvenns konar öryggisveikleikar, sem til staðar voru við gerð vettvangsathugunar í október 2021, gæfu tilefni til álagningar sektar. Í ljósi allra atvika, þ. á m. mikillar vinnu Sjúkratrygginga við að bæta öryggiskerfi sitt og mikils samstarfsvilja stofnunarinnar, en einnig m.a. umfangs vinnslu og þess að um ræddi viðkvæmar persónuupplýsingar, ákvaðst fjárhæð sektarinnar tvær milljónir króna.

Samantekt á ákvörðun Persónuverndar



Var efnið hjálplegt? Nei