Fréttir

Laust er til umsóknar starf lögfræðings hjá Persónuvernd

30.3.2023

Vilt þú starfa á vinnustað þar sem mörg helstu grundvallaratriði í íslensku samfélagi á sviði upplýsingaverndar koma til úrlausnar?

Persónuvernd

Um Persónuvernd: Verkefni Persónuverndar eru umfangsmikil og spanna flesta geira samfélagsins. Vinnsla og öryggi persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum, stjórnvöldum, sveitarfélögum og öðrum heyra undir starfsemina. Persónuvernd ber jafnframt að fylgjast með framvindu á sviðum tengdum öryggi persónuupplýsinga, einkum þróun upplýsinga- og fjarskiptatækni og viðskiptahátta. Þá ber stofnuninni að efla vitund almennings og þeirra sem vinna með persónuupplýsingar á þessu sviði. Hjá Persónuvernd starfa um 20 manns, sem á hverjum degi stuðla að upplýsingavernd í samfélagi þar sem eldsneytið eru gögn og persónuupplýsingar.

Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og reglna settra samkvæmt þeim, auk ýmissa sérlaga sem mæla fyrir um vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd er fjölskylduvænn vinnustaður. 

HELSTU VERKEFNI:

· Öll afgreiðsla og meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum, umsögnum og álitum

· Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)

· Svörun erinda og önnur almenn upplýsingagjöf til almennings

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

· Embættis- eða meistarapróf í lögfræði

· Öguð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Sótt er rafrænt um störfin á www.starfatorg.is.

Með umsókn þarf að fylgja kynningarbréf, starfsferilsskrá og staðfest endurrit prófskírteinis frá háskóla. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Um 100% starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2023.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Rúnarsson sviðsstjóri (bjarni.f.runarsson@personuvernd.is) í síma 510-9600. Persónuvernd áskilur sér rétt að þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019.Var efnið hjálplegt? Nei