Fréttir

Fundur EDPB í mars

16.3.2022

61. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) var haldinn 15. mars sl. 

Helstu atriði sem voru rædd og samþykkt á fundinum voru: 

  • Leiðbeiningar um 60. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR). Leiðbeiningarnar eru hluti af stefnu og vinnuáætlun EDPB fyrir 2021-2022 og er ætlað að styðja skilvirka samvinnu milli persónuverndarstofnana innan EES. Í leiðbeiningum er meðal annars að finna nákvæma útlistun á samræmdu samstarfi persónuverndarstofnana, m.a. er fjallað um kerfi einnar afgreiðslu (e. one-stop-shop) og beitingu þeirra ákvæða reglugerðarinnar sem tengjast því. Auk þess er lögð áhersla á að innlend lagaákvæði hafi ekki neikvæð áhrif á samvinnu persónuverndarstofnana yfir landamæri.
  • Leiðbeiningar um „dökk mynstur í viðmótum samfélagsmiðla“ (e. Guidelines in dark patterns in social media platform interfaces). Dökk mynstur eru viðmót og notendaupplifun samfélagsmiðla sem valda því að notendur taka ómeðvitaðar ákvarðanir varðandi vinnslu persónuupplýsinga þeirra sem hugsanlega gætu verið skaðlegar. Í leiðbeiningunum má meðal annars finna hagnýtar ráðleggingar til hönnuða og notenda samfélagsmiðla um hvernig eigi að meta og forðast þessi mynstur og miðað er að því að auðvelda hönnuðum innleiðingu GDPR í viðmót sín svo þau samrýmist reglunum.
  • Að lokum samþykkti EDPB sameiginlegt álit EDPB-EDPS um tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að framlengingu stafræns COVID-vottorðs.

Hér má lesa fréttatilkynningu EDPB í heild sinni.Var efnið hjálplegt? Nei