Fréttir

Forstjóri Persónuverndar á Nordic Privacy Arena

2.10.2023

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, tók þátt í pallborðsumræðum á Nordic Privacy Arena-ráðstefnunni í Stokkhólmi 25. september síðastliðinn.

Umfjöllunarefnið var norræn samvinna persónuverndarstofnananna fimm, sem og samvinna á vettvangi Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB).

Í pallborðinu tóku þátt allir forstjórar norrænu persónuverndarstofnananna en athygli vakti á ráðstefnunni að fimm konur gegni þessum stöðum.

Forstjórar norrænu persónuverndarstofnananna, Cristina Angela Gulisano frá Danmörku, Karin Lönnheden frá Svíþjóð, Line Coll frá Noregi, Anu Talus frá Finnlandi og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 




Var efnið hjálplegt? Nei