Fréttir

Facebook View (gleraugu) – Yfirlýsing írsku og ítölsku persónuverndarstofnananna

21.9.2021

Þann 17. september 2021 gaf írska persónuverndarstofnunin (DPC) út yfirlýsingu í tengslum við nýjung á vegum Facebook, Facebook View, sem hannað hefur verið í samvinnu við Ray-Ban.
Í yfirlýsingunni kemur fram að í síðustu viku hafi Facebook Ireland kynnt nýjung á vegum fyrirtækisins, sk. snjallsólgleraugu - Facebook View - í samvinnu við Ray-Ban á Írlandi og Ítalíu. Um er að ræða gleraugu sem notandinn setur upp og getur svo tekið upp stutt myndskeið eða myndir með raddstýringu og birt á samfélagsmiðlum.

Þá lýsa persónuverndarstofnanir Írlands og Ítalíu yfir áhyggjum yfir þeirri aðferð sem notuð er til að upplýsa þá sem sjást á myndskeiðunum og myndunum að þeir séu í mynd. Þó að viðurkennt sé að tæki, þ.m.t. snjallsímar, geti tekið upp myndskeið af þriðja aðila, þá sé það almennt þannig að myndavélin eða síminn sem upptökutæki er sýnilegur þeim sem er á upptökunni. Því ætti það að vera þeim sem koma fram á upptökunum að vera ljóst að verið sé að taka af þeim mynd eða myndskeið. Á gleraugunum kviknar hins vegar mjög lítið ljós á meðan upptaka er í gangi. 

Stofnanirnar hafa jafnframt áhyggjur af því að ekki hafi verið framkvæmdar viðeigandi prófanir af hálfu Facebook eða Ray-Ban á því hvort ljósið sé nægilega áhrifarík leið við að upplýsa einstaklinga um að verið sé að mynda þá. Af þeirri ástæðu hafa stofnanirnar óskað eftir staðfestingu og sönnun á því að ljósið þjóni tilgangi sínum réttilega. Auk þess óska stofnanirnar eftir því að hrundið verði af stað herferð til þess að upplýsa neytendur um hvernig þessi nýja vara geti leitt til þess að verið sé að mynda einstaklinga þannig að þeir taki síður eftir því.Var efnið hjálplegt? Nei