Fréttir

Drög að skilmálum í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa til umsagnar

8.10.2020

Samin hafa verið drög að skilmálum í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa. Litið er til þess að skilmálar á grundvelli draganna hefðu almennt gildi og fælu því að nokkru í sér ígildi stjórnvaldsfyrirmæla, auk þess sem um ræðir fyrstu starfsleyfisskilmálana á grundvelli nýrrar persónuverndarlöggjafar. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að veita kost á umsögnum við drögin. Frestur til þess er veittur til 30. október nk. og er hægt að senda umsögn á netfang Persónuverndar, postur@personuvernd.is, eða með bréfi stíluðu á skrifstofu stofnunarinnar, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík.

Auk draganna er hér birt bréf til fjárhagsupplýsingastofunnar Creditinfo Lánstrausts hf., dags. 7. október 2020, sem gerði athugasemdir við þau á fyrri stigum. Eru þar útskýrðar ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið.

Drög að skilmálum í starfsleyfum til fjárhagsupplýsingastofa.

Bréf Persónuverndar til Creditinfo Lánstrausts hf.



Var efnið hjálplegt? Nei