Fréttir

Breytingar á skipuriti Persónuverndar

23.2.2024

Ákveðnar hafa verið breytingar á skipuriti Persónuverndar. Tilgangur breytinganna er einkum að einfalda skipulag stofnunarinnar og auka skilvirkni. Breytingarnar byggja meðal annars á niðurstöðu skipulagsdags starfsmanna sem haldinn var 4. desember 2023, þar sem starfsmenn ásamt utanaðkomandi sérfræðingi endurskoðuðu skipulag Persónuverndar og fóru yfir það sem vel hefur tekist í vinnuhögun og verkferlum Persónuverndar og það sem betur mætti fara.

Breytingarnar felast meðal annars í því að í stað þriggja sviða á skrifstofu Persónuverndar verða tvö svið, Alþjóða- og fræðslusvið og Eftirlitssvið.

Helga Sigríður Þórhallsdóttir lögfræðingur hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Alþjóða- og fræðslusviðs og Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Eftirlitssviðs.

Breytingarnar tóku gildi 15. febrúar sl.



Var efnið hjálplegt? Nei