Fréttir

Aukin samvinna Persónuverndar og systurstofnanna á Norðurlöndunum

22.5.2018

Auka á enn frekar samvinnu persónuverndarstofnanna á Norðurlöndunum

Á fundi Persónuverndar með norrænum systurstofnunum sínum, sem haldinn var í Kaupmannahöfn dagana 7. og 8. maí 2018, var ákveðið að auka enn frekar samvinnu stofnananna, m.a. með samvinnu við gerð fræðsluefnis. Auk þess var m.a. ákveðið að stofnanirnar myndu að eigin frumkvæði gæta þess að opinberir aðilar tilnefni persónuverndarfulltrúa, eins og þeim ber skylda til að gera samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem fyrirhugað er að innleiða í íslenska löggjöf innan skamms.

Kaupmannahafnaryfirlýsinguna (e. Copenhagen declaration) má lesa hér.

 

Forstjórar persónuverndarstofnanna á Norðurlöndunum.



Var efnið hjálplegt? Nei