Fréttir

Álit um heimildir heilbrigðisráðuneytisins til öflunar upplýsinga frá undirstofnununum

22.6.2021

Persónuvernd hefur veitt álit um heimildir heilbrigðisráðuneytisins til öflunar upplýsinga frá undirstofnunum til tölfræðiúrvinnslu. Samkvæmt álitsbeiðninni frá ráðuneytinu hugðist það afla upplýsinga úr gagnagrunnum með heilsufarsupplýsingum, þ. á m. sjúkraskrárkerfum, með breytum á borð við aldur sjúklinga í dögum, auk kennitalna þeirra sem fengið hafa tiltekin lyf. Er í álitinu meðal annars bent á að lögum samkvæmt er ætlast til þess að miðlægir heilbrigðisgrunnar séu haldnir hjá Landlæknisembættinu og að lagaheimild þarf að standa til aðgangs að sjúkraskrám. Þá er tekið fram að almennar yfirstjórnunarheimildir, sem ráðuneytið vísaði til, geti ekki talist nægilegur lagagrundvöllur fyrir umræddri upplýsingaöflun. Með vísan til þessa er komist að þeirri niðurstöðu að hún geti ekki átt sér stað ef notast verði við slíkar breytur og persónuauðkenni sem fyrr greinir. Jafnframt er bent á ráðstafanir sem gera má til að ná markmiðum ráðuneytisins án öflunar persónugreinanlegra upplýsinga.

Álit Persónuverndar má lesa hér.



Var efnið hjálplegt? Nei