Fyrirspurnir

Fyrirspurnir til Persónuverndar

Vinsamlegast athugið að þessi síða er aðeins ætluð fyrir fyrirspurnir til Persónuverndar. Kvartanir verða að vera skriflegar og undirritaðar.

Viljir þú senda Persónuvernd kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga um þig er þér bent á að fylla út kvörtunareyðublað.

Vegna mikilla anna hjá Persónuvernd er fyrirséð að tafir verði á afgreiðslu flestra fyrirspurna sem stofnuninni berast. Þannig getur tekið 2-3 mánuði að svara fyrirspurnum, þó svo að Persónuvernd reyni eftir fremsta megni að svara þeim eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hringja í síma 510-9600, þar sem lögfræðingar Persónuverndar svara fyrirspurnum milli kl. 10-12 á þriðjudögum og fimmtudögum.


Hefur þú kynnt þér hvort fyrirspurn þinni er nú þegar svarað á vefsíðu Persónuverndar?

Á vefsíðunni er stórt safn fræðsluefnis, þar á meðal algengar spurningar og svör um persónuvernd og tengd málefni. Hægt er að nota leitarvélina efst í hægra horni vefsíðunnar til þess að leita að því efni sem þig vantar upplýsingar um. Einnig er hægt að skoða Spurt og svarað, sem og annað fræðsluefni, undir flipunum „Einstaklingar“ eða „Fyrirtæki og stjórnsýsla“.
Spurt og svarað

Ef þú hefur ekki fundið þær upplýsingar sem þú leitar að undir Spurt og svarað á vefsíðunni getur þú sent Persónuvernd fyrirspurn. Athugið að vegna mikilla anna hjá stofnuninni getur tekið 2-3 mánuði að fá svar.

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Sjá persónuverndarstefnu


Var efnið hjálplegt? Nei