Allar spurningar og svör

Þagnarskylda og trúnaður

Hvaða reglur gilda um þagnarskyldu og trúnað við meðferð persónuupplýsinga? 

Ein af meginreglum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er að þær séu unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt. Þetta felur m.a. í sér þagnarskyldu og trúnaðarskyldu þeirra sem vinna með persónuupplýsingar.

Einnig eru ákveðnar heimildir samkvæmt lögunum til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga sérstaklega bundnar skilyrði um þagnarskyldu.

  • Í fyrsta lagi má nefna heimild til vinnslu sé hún nauðsynleg til að unnt sé að fyrirbyggja sjúkdóma eða vegna atvinnu­sjúkdóma­lækninga, til að meta vinnufærni starfsmanns, greina sjúkdóma og veita umönnun eða með­ferð á sviði heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Tekið er fram í lögunum að umrædd vinnsla skuli framkvæmd af starfsmanni sem bundinn er þagnarskyldu.
  • Í öðru lagi má nefna heimild til vinnslu sé hún nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, þ.e. einkum varðveislu skjala á opinberum skjalasöfnum. Hvað þessa vinnslu varðar er í lögunum tekið fram að hún skuli fara fram á grundvelli laga sem kveði meðal annars á um þagnarskyldu.
  • Ennfremur kemur fram í lögum að leyfisskyld vinnsla persónuupplýsinga skuli bundin þeim skilyrðum að farið verði með persónuupplýsingarnar af þeirri varúð sem reglur um þagnarskyldu og tilgangur vinnslunnar krefjast. Var efnið hjálplegt? Nei