Allar spurningar og svör
Öryggi persónuupplýsinga
Þeir sem vinna með persónuupplýsingar verða að tryggja öryggi þeirra í hvívetna.
Hvaða skyldur hvíla á þeim sem geyma eða vinna með persónuupplýsingar?
Þeir sem vinna með persónuupplýsingar verða að tryggja öryggi upplýsingana í hvívetna. Fyrirtæki eða stjórnvald geta því þurft að gera bæði skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir til að tryggja að:
- Ekki sé hætta á að óviðkomandi aðilar komist í persónuupplýsingar
- Að þær skaðist ekki eða glatist
- Að þeir sem hafa gilda ástæðu til, komist í upplýsingarnar
- Öryggisráðstafanir taki mið af umfangi og viðkvæmni upplýsinga.
Hvaða persónuupplýsingar teljast viðkvæms eðlis?
Í persónuverndarlögum er talið upp hvaða persónuupplýsingar teljast viðkvæmar. Þær sem teljast viðkvæms eðlis með tilliti til öryggis eru einkum:
- Heilsufarsupplýsingar
- Erfðaupplýsingar
- Fjárhagsupplýsingar
- Upptökur eða myndir af einkalífi fólks
Hvernig er best að tryggja öryggi fartölva og farsíma?
- Passið vandlega upp á búnaðinn og látið hann ekki liggja á glámbekk
- Læsið búnaðinum með auðkenni
- Dulkóðið harða diskinn ef þess er kostur, einkum ef búnaðurinn geymir viðkvæmar upplýsingar
Hvernig bý ég til gott lykilorð?
- Því lengra því betra
- Því fleiri tákngerðir (stórir stafir, litlir stafir, tölustafir, tákn) því betra
- Ekki nota orð eða nöfn sem tengjast þér persónulega
- Ekki nota orð sem fletta má upp í orðabók
- Notið tvíþátta auðkenningu þar sem mest liggur við, t.d. í heimabanka
- Athugið vandlega stillingar á samfélagsmiðlum
- Notið “fölsk svör” við öryggisspurningum. Oft er hægt að finna rétt svör auðveldlega.