Miðlun persónuupplýsinga til sálfræðistofu

Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun persónuupplýsinga um kvartanda frá Reykjavíkurborg til Líf og sál sálfræðistofu ehf. og eftirfarandi vinnsla sálfræðistofunnar hafi verið í samræmi við lög nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Fræðsla Reykjavíkurborgar til kvartanda samrýmdist hins vegar ekki ákvæðum laga nr. 77/2000.

Úrskurður í máli nr. 2016/290.


Athygli er vakin á því að birting úrskurðarins hefur dregist vegna mikilla anna og manneklu hjá Persónuvernd.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica