Uppfletting í sjúkraskrá

Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í máli vegna uppflettinga læknis á Landspítala í sjúkraskrá fyrrverandi eiginkonu sinnar. Kemst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að í málinu standi orð gegn orði og henni séu ekki búin úrræði að lögum til að rannsaka málið frekar. Hins vegar er lagt fyrir Landspítalann að setja sér verklagsreglur um aðgang heilbrigðisstarfsmanna að sjúkraskrám þeirra sem eru eða hafa verið nánir aðstandendur starfsmanns.

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2015/1093

Þetta vefsvæði byggir á Eplica