Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð einkamála

19.2.2007

Hinn 6. febrúar sl. veitti Persónuvernd allsherjarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á dómstólalögum.

Persónuvernd vísar til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dags. 31. janúar 2007, þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla nr. 15/1998 og lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þau ákvæði frumvarpsins, sem einkum tengjast friðhelgi einkalífs, er að finna í 2. og 7. gr. Í 7. gr. er lagt til að við 22. gr. fyrrnefndu laganna bætist tvær nýjar málsgreinar varðandi myndatökur í húsakynnum héraðsdómstóla og í 2. gr. er m.a. lagt til að í niðurlagi 11. gr. sömu laga verði tekið fram að þær málsgreinar gildi í húsakynnum Hæstaréttar. Þessar málsgreinar hljóða svo:

„Öðrum en dómstólnum sjálfum eru óheimilar myndatökur og hvers kyns hljóð- og myndupptökur í dómhúsum. Frá þessu má víkja í einstök skipti með leyfi dómstjóra, enda sé þess gætt að myndatökum og upptökum verði ekki beint að aðilum dómsmáls án þeirra samþykkis.

Brot gegn ákvæðum 2. mgr. varða sektum."

Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

6. febrúar 2007




Var efnið hjálplegt? Nei