Leyfisveitingar í desember 2009

Í desembermánuði voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í desembermánuði voru gefin út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2009/840 – Dagmar Kristín Hannesdóttir, sálfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samsláttur einhverfurófsraskana og athyglisbrests með ofvirkni (ADHD)“.

2009/1042 – Ásgerður Sverrisdóttir, Krabbameinslæknir á LSH, Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir, Bjarni Agnarsson, dósent og Valgerður Dóra Traustadóttir, læknanemi í HÍ, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Her-2 í brjóstakrabbameini á Íslandi; Tíðni, áhrif á meðferð og horfur“.

2009/1057 – Jónína Guðjónsdóttir, lektor í geislafræði Háskóla Íslands og geislafræðingur Læknisfræðilegrar myndgreiningar, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tölvusneiðsmyndarannsóknir af kransæðum: Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi æðarannsóknar“.

2009/747 – Dóróthea Bergs, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í hjúkrun langveikra á taugaendurhæfingardeild Landspítala, Grensási, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gott næringarástand bætir lífsgæði heilablóðfallssjúklinga“.  

2009/985 – Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, sjúkraþjálfari og lektor, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Munur á setustöðu ófatlaðra barna og barna með CP mældur með þrýstimottu“.

2009/1022 – Halldór Jónsson jr., prófessor og yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Staða axlar, hreyfigeta og vandamál í kjölfar tognunar á ytri viðbeinslið (AC lið

2009/951 – Sigrún Vala Björnsdóttir, sjúkraþjálfari og lektor, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á hörmungarhyggju, heilsutengdum lífsgæðum og verkjum hjá sjúklingum eftir hálshnykksáverka“.

2009/1037 – Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Vátryggingafélag Íslands hf., Tryggingamiðstöðina hf. og Vörð vátryggingar hf. Var veitt heimild til að miðla upplýsingum og Guðmundi Sigurðssyni var veitt heimild til vinnslu upplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat lífeyrissjóða á orkutapi“. 

2009/1034 – Ásta Steinunn Thoroddsen, dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ, og Guðbjörg Eggertsdóttir, nemi við Háskóla Íslands, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „CPEF (CP Eftirfylgt); Þýðing og innleiðing þverfaglegs mats á færni barna með CP á Íslandi“. 

2009/977 – Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni á LSH, var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Breiðvirkir beta-laktamasar á Landspítala háskólasjúkrahúsi: faraldsfræði á árunum 2007 - 2009“.

2009/1043 – Friðbirni Sigurðssyni, lækni á lyflækningadeild krabbameina LSH, og Kristni Loga Hallgrímssyni, deildarlækni á LSH, var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nevróendókrín æxli í meltingarvegi og brisi á Íslandi 1957-2009“.

2009/948 – Arna Guðmundsdóttir, innkirtlasérfræðingur, Einar Stefánsson, yfirlæknir á LSH og Eydís Ólafsdóttir, augnlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhættureiknivél í sykursýki, áreiðanleikaprófanir“.

2009/1089 – Sigurður Ólafsson, meltingarlæknir, Einar S. Björnsson, yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítala, Óttar Bergmann, meltingarlæknir, Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur, Andrés Magnússon, geðlæknir, Nick Cariglia, meltingarlæknir og yfirlæknir, og Bjarni Þjóðleifsson, prófessor emerítus, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skorpulifur á Íslandi“.

2009/1084 – Óskari Þór Jóhannssyni, sérfræðingi í krabbameinslækningum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „A randomized phase III study comparing trastuzumab plus docetaxel (HT) followed by 5-FU, epirubicin, and cyclophosphamide (FEC) to the same regimen followed by single-agent trastuzumab as adjuvant treatments for early breast cancer. The synergism or long duration (SOLD) study“.

2009/831 – Halldóru Erlendsdóttur f.h. Novartis Pharma AG, Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðingum í húð- og kynsjúkdómum á Húðlæknastöðinni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembuð, tvíblind, fjölsetra samanburðarrannsókn með lyfleysu og AIN457 í mismunandi skömmtum, gefið undir húð, til að meta svörun á PASI-kvarða (psoriasis svæða- og alvarleikastuðli) hjá sjúklingum með meðallagi slæman til slæman langvinnan skellupsoriasis“.

2009/1073 – Þórði Þorkelssyni var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Tíðni heilablæðinga hjá fyrirburum, áhættuþættir og afleiðingar hennar“.

2009/973 – Einar Stefán Björnsson, Einar Oddsson, Sjöfn Kristjánsdóttir, Kjartan Örvar og Guðjón Kristjánsson, sérfræðilæknar, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýgengni bólgusjúkdóma í meltingarvegi í Evrópu EPICOM“.

2009/1119 – Gunnari Jónassyni, lækni á Landspítalanum, Ólafi Baldurssyni, Herði Bergsteinssyni, Lúther Sigurðssyni, Sigurði Kristjánssyni, læknum á Landspítalanum og Tonie G. Sörensen, hjúkrunarfræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skráning íslenskra sjúklinga með slímseigjusjúkdóm í evrópskan gagnagrunn (European Cystic Fibrosis Registry, ECFR) samkvæmt skráningarleiðbeiningum EFCR“.

Þá tók nýtt starfsleyfi Lánstrausts hf. til þess að safna og skrá upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila gildi. Starfsleyfið gildir til 1. desember árið 2010.

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei