Nýtt starfsleyfi fyrir Lánstraust hf.

Þann 11. mars 2009 gaf Persónuvernd Lánstrausti hf. (LT) nýtt leyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga.

Þann 11. mars 2009 gaf Persónuvernd Lánstrausti hf. (LT) nýtt leyfi til vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þar er m.a. að finna nýmæli um að starfsleyfishafa sé óheimilt að miðla upplýsingum um hve oft tilteknum einstaklingi hefur verið flett upp í skrám LT. Þá er nú áskilið að þeir sem nota skrárnar þurfi ávallt að greina frá því í hvaða tilgangi þeir gera það. Loks hefur verið mælt fyrir um samningsbundið févíti, þ.e. að þeir sem misnoti aðgang sinn að skránum þurfi að greiða hærra áskriftargjald og geti jafnvel við ítrekuð brot misst aðgang sinn að skránum.

 

Hér er leyfið birt í heild.

 




Var efnið hjálplegt? Nei