2004

Árið 2004 veitti Persónuvernd 112 leyfi vegna vísindarannsókna og 1 starfsleyfi. Hér að neðan eru birt nöfn ábyrgðaraðila, rannsóknarheiti o.fl.

Einstakar heimildir til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir:

2004/17 – Aðalbjörn Þorsteinsson læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Hyponatremia eftir aðgerðir hjá börnum". Rannsóknin var að hluta til verkefni 4. árs læknastúdents, Birnu Guðbjartsdóttur.

2004/647 – Aðalheiður Jóhannesdóttir læknanemi, Margrét Oddsdóttir yfirlæknir og Sigurður Blöndal sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Langtíma (5 ára) árangur aðgerða við vélinda-bakflæði".

2004/296 – Albert Páll Sigurðsson sérfræðingur fékk leyfi vegna "Aftursýnnar rannsóknar á tíðni slags við Eyjafjörð 1998–2003."

2004/11 – Albert Páll Sigurðsson, Jón Hersir Elíasson og Ólafur Kjartansson fengu leyfi vegna rannsóknar á áhættu og ávinningi af "segaleysandi meðferð við bráðri heilablóðþurrð (HBP)" með lyfinu Actilyse®.

2003/627 – Albert Páll Sigurðsson fékk leyfi vegna aftursýnnar vísindarannsóknar sem bar yfirskriftina "Hver er dánartíðni af völdum heilavefsblæðinga og hvaða þættir hafa áhrif á hana?"

2004/69 – Alma D. Möller yfirlæknir, Svajunas Statkevicius deildarlæknir og Gísli H. Sigurðsson prófessor fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Áhrif misdjúpra svæfinga hjá gjörgæslusjúklingum á lengd meðferðar í öndunarvél, legutíma, hjúkrunarþyngd og andlega líðan þeirra".

2003/610 – Anna Margrét Guðmundsdóttir heimilislæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Greining og meðferð sjúklinga með mígreni í heilsugæslu."

2004/241 – Arna Guðmundsdóttir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Meðgöngusykursýki á Íslandi 1998–2003".

2004/357 – Arthur Löve prófessor, Íslensk erfðagreining ehf., Sigurður Kristjánsson sérfræðingur og Þórólfur Guðnason sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknar "…á fjölskyldulægni tilhneigingar til respiratory syncytial veiru (RSV) sýkingar".

2004/649 – Arthur Löve, Ingileif Jónsdóttir, Íslensk erfðagreining ehf., Karl G. Kristinsson, Magnús Gottfreðsson, Már Kristjánsson og Þorsteinn Blöndal fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Erfðir ónæmis gegn bólusetningum og sýkingum".

2004/598 – AstraZeneca R&D Lund og Magni Jónsson lugnasérfræðingur fengu leyfi vegna fjölþjóða rannsóknar í þeim tilgangi að sýna fram á áhrif og öryggi Symbicort pMDI (þrýstingsúðatæki) sem viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (COPD) borið saman við formoterol og lyfleysu.

2004/68 – Atli Dagbjartsson yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Rhesus varnir á Íslandi – tíu ára uppgjör."

2004/527 – Atli Dagbjartsson, Gestur Ingvi Pálsson sérfræðingur og Karl Kristinsson prófessor og yfirlæknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Blóðsýkingar og heilahimnubólga hjá nýburum á Íslandi á tímabilinu 1976-2004".

2004/623 – Auður Sigbergsdóttir læknanemi og Axel Finnur Sigurðsson læknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Hjartabilun og samdráttargeta vinstri slegils".

2004/128 – Árni V. Þórsson yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Útbreiðsla og orsakir vaxtarhormónsskorts á Íslandi sl. 40 ár 1964–2003".

2004/153 – Árni V. Þórsson fékk leyfi vegna aftursýnu rannsóknarinnar "Prader Willi heilkenni á Íslandi".

2004/260 – Árni V. Þórsson fékk leyfi vegna aftursýnu rannsóknarinnar "Íslensk börn með insúlínháða sykursýki – Árangur meðferðar í göngudeild sl. 10 ár 1994-2004".

2004/627 – Árni V. Þórsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Meðfæddur skortur á skjaldkirtilshormónum hjá íslenskum börnum í 25 ár 1979–2004, niðurstöður kembileitar; rannsóknir á orsakatengdum erfðaþáttum".

2004/468 – Ásgeir Theodór meltingarlæknir og Urður, Verðandi, Skuld ehf. fengu leyfi vegna rannsóknar á ættgengi krabbameins í brisi og tengslum þess við önnur krabbamein.

2004/599 – Bjarni Torfason yfirlæknir og Stefán Alfreðsson perfusionisti og fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "PICS rannsóknin. Sjálfsblóðflögumeðferð í hjartaskurðaðgerðum. (The PICS study. Autologous platelet therapy in cardiac surgery)".

2004/160 – Björn Guðbjörnsson sérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Rannsóknir á líffærasértækum ónæmissjúkdómum með heilkenni Sjögrens sem módelsjúkdóm".

2004/122 – Björn Guðbjörnsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Beinverndandi meðferð samhliða langtíma sykursteranotkun".

2004/421 – Björn Rúnar Lúðvíksson dósent fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Klínísk og ættfræðileg svipgerð IgA skorts hjá íslendingum og hugsanleg tengsl við arfgerðarbreytingar sjúkdómsins."

2004/355 – Sr. Bragi Skúlason fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Aðlögun og úrvinnsla sorgar ekkla".

2004/142 – Brynjólfur Mogensen og Jens Kjartansson fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Brunaslys á höfuðborgarsvæðinu."

2004/294 – Davíð O. Arnar sérfræðingur og Íslensk erfðagreining ehf. fengu leyfi til samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum vegna rannsóknarinnar "Forkönnun: Rannsókn á fjölskyldulægni gáttatifs (atrial fibrillation)."

2004/155 – Einar Guðmundsson geðlæknir fékk leyfi vegna rannsóknar á tíðni ákveðinna persónuleikaþátta hjá sjúklingum greindum með Geðhvörf II til að auka þekkingu á vandamálum tengdum sjúkdómnum og bæta greiningarnákvæmni og stuðla þannig að bættri meðferð.

2004/639 – Einar M. Valdimarsson geðlæknir, Jón Hersir Elíasson sérfræðingur og taugalæknir og Ragnar Daníelsson hjartalæknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Gagnsemi Holter rannsóknar hjá einstaklingum með heilablóðþurrð".

2004/104 – Eiríkur Jónsson yfirlæknir og Rafn Hilmarsson læknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Lifun sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli".

2004/280 – Elías Ólafsson prófessor og yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Rannsókn á uppsöfnun stökkbreyttra cystatin C próteina í arfgengri heilablæðingu."

2004/458 – Elías Ólafsson, Finnbogi Jakobsson dósent og sérfræðingur og Grétar Guðmundsson sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Tíðni motor neuron sjúkdóms á Íslandi á tíu ára tímabili".

2004/186 – Elísabet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Hver er árangur unglinga sem fá meðferð við þunglyndi á göngudeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH)."

2004/460 – Elísabet R. Birgisdóttir meinatæknir, Magnús Karl Magnússon sérfræðingur og Páll Torfi Önundarson yfirlæknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Rannsókn á Bernard-Soulier sjúkdómi á Íslandi".

2004/308 – Emil L. Sigurðsson heimilislæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Notkun sólarhringsblóðþrýstingsmælis í heilsugæslu".

2004/455 – Eyþór Björnsson lungnasérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Afdrif sjúklinga sem gengust undir brottnám á lunga eða lungnahluta vegna lungnakrabbameins á árunum 1989–1999."

2004/650 – Guðjón Birgisson sérfræðingur, Hildur Guðjónsdóttir læknanemi og Margrét Oddsdóttir yfirlæknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Árangur enduraðgerða vegna vélindabakflæðis á LSH – Hvers vegna enduraðgerðir, hve algengt og hve löngu eftir fyrstu aðgerð".

2004/559 – Guðmundur Ásgeir Björnsson tannlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar ,,Osseousdistraction postoperative stability and sequale".

2004/459 – Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir, og Pfizer, Global Research and Development, fengu leyfi vegna rannsóknar sem felst í því að mæla tímann þar til verkun lyfsins tolterodine (Detrusitol®) hefst í þvagblöðru.

2004/36 – Guðmundur Þorgeirsson sviðsstjóri lækninga á LSH og Íslensk erfðagreining ehf. fengu leyfi vegna rannsóknar á rannsóknarlyfinu DG-031 sem talið er að hafi áhrif á tilurð kransæðasjúkdóma.

2004/345 – Gunnar Guðmundsson læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Lungnaástungur gegnum brjóstvegg á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Fossvogi árið 2003".

2004/366 – Gunnar Guðmundsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Notkun ytri öndunarvéla á Landspítala Háskólasjúkrahúsi".

2004/369 – Gunnar Jónasson yfirlæknir og MedImmune Vaccines, Inc., fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn til að meta öryggi og áhrif CAIV-T bólusetningar borið saman við óvirka inflúensubólusetningu hjá börnum 6–59 mánaða að aldri."

2004/418 – Halldór Jónsson jr. prófessor og yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Mynstur alvarlegra handaáverka á Íslandi".

2004/417 – Halldór Jónsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Mynstur mjaðmaaðgerða á íslenskum börnum".

2004/416 – Halldór Jónsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Mynstur fjöláverka og afdrif einstaklinga á Íslandi sl. 10 ár".

2004/415 – Halldór Jónsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Mynstur klumbufótaaðgerða á íslenskum börnum".

2004/628 – Heiðrún B. Maack læknanemi, Kristján Óskarsson sérfræðingur, Lúther Sigurðsson sérfræðingur og Margrét Oddsdóttir yfirlæknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Laparascopiskar fundoplicationir (vélindabakflæðis-aðgerðir með hjálp kviðsjár) á börnum framkvæmdar á Barnaspítala Hringsins".

2004/578 – Helga Ögmundsdóttir yfirlæknir og prófessor, Hlíf Steingrímsdóttir yfirlæknir og Urður, Verðandi, Skuld ehf. fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Ættlæg einstofna mótefnahækkun: Rannsókn á genatjáningu B eitilfruma eftir örvun."

2004/133 – Helga Ögmundsdóttir, Hlíf Steingrímsdóttir, Urður, Verðandi, Skuld ehf. og Þorvaldur Jónsson fengu leyfi vegna rannsóknar á ættlægni mergfrumuæxlis/ góðkynja einstofna immúnóglóbúlín hækkunar (MGUS) í 8 fjölskyldum sem þekktar eru hér á landi.

2004/256 – Helgi Dagbjartur Áss Grétarsson fékk leyfi vegna rannsóknar sem varpa á ljósi á réttarframkvæmd umgengnisréttarmála hjá sýslumanninum í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, s.s. á hvaða sjónarmiðum ákvarðanir um umgengnisrétt hafi byggst og hversu langur málsmeðferðartíminn hafi verið.

2004/382 – Hildur Harðardóttir yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Lágsæt og fyrirsæt fylgja sem greind er við 19 vikna meðgöngulengd og afdrif slíkra þungana."

2004/293 – Hólmfríður K. Gunnarsdóttir hjá Vinnueftirlitinu, Ásdís L. Emilsdóttir verkefnastjóri Krabbameinsmiðstöðvar LSH og Helgi Sigurðsson forstöðumaður Krabbameinsmiðstöðvarinnar fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Líðan í vinnunni hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og þeim sem ekki hafa greinst með krabbamein".

2004/495 – Íslensk erfðagreining ehf. fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Breytileiki í litningavíxltíðni – áhrif á erfðamengið og frjósemi".

2004/248 – Íslensk erfðagreining ehf. og Karl Andersen sérfræðingur á hjartadeild LSH fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Sameindaerfðafræðileg rannsókn á endurþrengingu kransæða eftir kransæðavíkkun og ísetningu stoðnets (coronary artery stent)".

2004/657 – Jón Hersir Elíasson læknir og sérfræðingur í taugalækningum fékk leyfi vegna rannsóknar sem bar yfirskriftina "Faraldsfræði heilablóðfalls í Reykjavík 1996–2001".

2004/130 – Jón Ívar Einarsson kvensjúkdómalæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Legslímuflakk og C vítamín".

2004/264 – Jórunn Erla Eyfjörð fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Áhrif ýmissa áhættuþátta og genafjölbreytni í ensímgenum á brjóstakrabbameinsáhættu meðal arfbera BRCA stökkbreytinga og þeirra sem ekki hafa slíkar breytingar."

2004/147 – Jórunn Erla Eyfjörð og Helga M. Ögmundsdóttir hjá Krabbameinsfélagi Íslands fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Methylering stjórnraða BRCA1 gens í brjóstaæxlum".

2004/67 – Karl Marinósson félagsráðgjafi á barna- og unglingageðdeild (BUGL), göngudeild, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar "Upplifun og afstaða þriggja fjölskyldna til fjölskyldumeðferðar á BUGL ásamt afstöðu og mati tilvísunaraðila til sömu meðferðar".

2004/14 – Kristleifur Kristjánsson framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Íslenskrar erfðagreiningar ehf. fékk leyfi vegna forkönnunar á skyldleikatengslum einstaklinga með ýmsa geðsjúkdóma og geð- og taugaraskanir".

2004/540 – Magnús Gottfreðsson læknir fékk leyfi vegna ,,Rannsóknar á ífarandi sýkingum af völdum hjúpaðra baktería á Íslandi".

2004/621 – Magnús Gottfreðsson fékk leyfi vegna "Rannsóknar á ífarandi sýkingum af völdum Streptococcus pyogenes á Íslandi".

2004/240 – Margrét Árnadóttir nýrnasérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Blóðfitur blóðskilunarsjúklinga".

2004/317 – María Kristín Jónsdóttir, f.h. Landsspítala-háskólasjúkrahúss, fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Félagsleg afdrif eftir heilaáverka."

2004/419 – María Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Mynstur öndunarhreyfinga hjá sjúklingum með nýgreint heilablóðfall".

2004/351 – MedImmune Vaccines, Inc., og Sigurður Kristjánsson sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Fasa 3 rannsókn á MEDI-524 (Numax™), mannaaðlöguðu einstofna mótefni RSV veiru, sem fyrirbyggjandi meðferð gegn alvarlegum RSV sýkingum hjá börnum í áhættuhópi."

2004/57 – Ólafur Thorarensen barnalæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Höfuðáverkar hjá börnum. Sex ára uppgjör".

2004/528 – Ólöf U. Sigurðardóttir yfirfélagsráðgjafi og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Reynsla af dáleiðslumeðferð til að bæta geðræna líðan."

2004/358 – Óskar Jóhannsson sérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Evrópsk eftirlitsrannsókn á beinsarksmeini."

2004/95 – Páll Biering sérfræðingur í geðhjúkrun fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Lyfjaeitranir sem komu til meðferðar á slysa- og bráðadeild LSH í Fossvogi".

2004/112 – Páll Helgi Möller yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Ristilkrabbamein á LSH 1987–2001".

2004/111 – Páll Helgi Möller fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Krabbamein í anus á LSH 1987–2001".

2004/232 – Pálmi V. Jónsson sviðsstjóri lækninga fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Notagildi RAI-mælitækisins á öldrunarlækningadeildum, [RAI-PAC]".

2004/65 – Pétur Lúðvígsson læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Meðfæddir efnaskiptasjúkdómar hjá börnum á Íslandi – þrjátíu ára uppgjör".

2004/406 – Rafn Benediktsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Fjölsetra, slembiröðuð, tvíblind rannsókn til að meta öryggi og áhrif einhliða lyfjameðferðar með MK-0431 hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 sem hafa ófullnægjandi stjórn á sykurbúskap."

2004/54 – Ragnar Gunnarsson sérfræðingur í heimilislækningum fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Meðferð við sykursýki teg. 2 á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi".

2004/108 – Ragnheiður I. Bjarnadóttir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Tíðni og flokkun keisaraskurða hjá börnum meira en 2500 g á Íslandi á 20 ára tímabili".

2004/70 – Reynir Tómas Geirsson prófessor og yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknar á "tíðni kransæðasjúkdóms, heilablóðfalls og háþrýstings hjá börnum (afkomendum í fyrsta ættlið) kvenna með háþrýsting í meðgöngu og kvenna úr samanburðarhópi og mökum þeirra".

2004/500 – Sigríður Gunnarsdóttir og Þórunn Sævarsdóttir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Lífsgæði, líðan og endurhæfingarþarfir einstaklinga sem fá lyfjameðferð við krabbameini, langtímarannsókn."

2004/170 – Sigríður Lillý Baldursdóttir framkvæmdastjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Félagsþjónustan í Reykjavík fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Ungar konur með örorkumat".

2004/283 – Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar og aðjúnkt við Háskóla Íslands fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Sykurþolspróf á meðgöngu: ástæður og útkoma".

2004/384 – Sigurður Böðvarsson læknir, Urður, Verðandi, Skuld ehf. og Þorvaldur Jónsson sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Æxlismerki sem ákvarða svörun við krabbameinslyfjunum Herceptin og Iressa".

2004/448 – Sigurður Ingvarsson prófessor fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Aðild stutta arms linings 3 í sjúkdómsferli krabbameina."

2004/609 – Sigurður Þorgrímsson sérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Afdrif barna með vélindabakflæðissjúkdóm meira en fimm árum eftir greiningu".

2004/132 – Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir yfirlæknir og John E.G. Benedikz og Guðjón Jóhannesson sérfræðingar fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Faraldsfræði Myonotonia Dystrophica á Íslandi."

2004/383 – Sigurveig Pétursdóttir sérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Slys á börnum í bíl, 14 ára og yngri, 1 marz 1989–29 feb 2004".

2004/12 – Stefán E. Matthíasson yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Lifun sjúklinga á aldrinum <65 ára, 66-75 ára og >76 ára sem gengist hafa undir aðgerð vegna abdominal aorta anaeurysma (AAA) borin saman við lifun sambærilegra aldurshópa í þjóðfélaginu á árunum 1996-2003."

2003/618 – Stefán Reynir Pálsson tannlæknir fékk leyfi vegna rannsóknar á tannátu barna á aldrinum þriggja til átján ára sem sækja þjónustu á Tannlæknastofu Vopnafjarðar.

2003/582 – Thelma Dögg Ragnarsdóttir og Þjóðbjörg Guðjónsdóttir lektor fengu leyfi vegna rannsóknar á þróun á mjöðmum og hrygg hjá börnum með cerebral palsy (CP) og vegna rannsóknarinnar "Athugun á hvernig eftirliti með stöðu mjaðma barna með CP er háttað í Reykjavík og nágrenni."

2003/583 – Tryggvi Björn Stefánsson læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Krabbamein í endaþarmi á LSH 1995–2003." Um var að ræða rannsóknarverkefni Kristínar Ólínu Kristjánsdóttur læknanema.

2004/121 – Tryggvi Björn Stefánsson fékk leyfi til að samkeyra upplýsingar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands við upplýsingar sem skráðar eru í rannsókn á krabbameini í endaþarmi á árunum 1995–2003 (sjá 2003/538).

2004/674 – Urður, Verðandi, Skuld ehf. fékk leyfi til flutnings persónuupplýsinga, n.t.t. lífsýna, úr landi vegna "Íslenska krabbameinsverkefnisins, áfanga I: Blöðruhálskirtilskrabbamein – sameindaerfðafræðileg athugun."

2004/222 – Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir fékk leyfi til flutnings persónuupplýsinga um 30 einstaklinga til Bandaríkjanna vegna rannsóknarinnar "Heildrænt mat á líðan sjúklinga í líknarmeðferð", en öflun upplýsinga úr sjúkraskrám vegna þeirrar rannsóknar byggist á leyfi Persónuverndar, dags. 18. febrúar 2003 (2002/589).

2004/385 – Valur Helgi Kristinsson læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Blóðþynningareftirlit á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga".

2004/224 – Valur Þór Marteinsson yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Skurðaðgerðir við þvagleka með spennufríu skeiðarbandi (Tensions-free Vaginal Tape aðgerðir)".

2004/225 – Valur Þór Marteinsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Enduraðgerðir á neðri þvagfærum sökum ótila eftir fyrri þvaglekaaðgerðir".

2004/223 – Valur Þór Marteinsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Illkynja æxli eftir þvagvegaþekju á handlækningadeild FSA 1978–2001".


2004/635 – Victor J. Ojeda yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Appendix vermifone: size and pathological findings in 100 consecutive cases from Akureyri Iceland."

2003/504 – Vilhjálmur Rafnsson prófessor, Hrafn Tulinius prófessor og Jón Hrafnkelsson læknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Nýgengi krabbameina flugliða".

2004/246 – Vilhjálmur Rafnsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Veldur lindan krabbameini?"

2004/586 – Þorvaldur Jónsson skurðlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Krabbalíkisæxli (carcinoid tumors) á Íslandi 1985–1994".

2004/585 – Þorvaldur Jónsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Skjaldkirtilaðgerðir á Landspítala 2000-2004".

2004/58 – Þorvaldur Jónsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Skurðaðgerðir við kalkvakaóhófi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 1990–2003. Gildi staðsetningarrannsókna." Fram kom að um var að ræða rannsóknarverkefni læknanemans Ernu Halldórsdóttur.

2004/347 – Þorvaldur Jónsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Frumumeinafræði við greiningu brjóstakrabbameins".

2004/343 – Þorvaldur Jónsson, f.h. Íslenska krabbameinshópsins, og Þórunn Rafnar líffræðingur, f.h. Urðar, Verðandi, Skuldar ehf., fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Forspárþættir Tamoxifensvörunar hjá brjóstakrabbameinssjúklingum."

2004/646 – Þorvaldur Jónsson og Þórunn Rafnar líffræðingur hjá Urði, Verðandi, Skuld ehf. fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Genabreytingar sem áhrifaþættir í svörun við Tamoxifeni".

2004/645 – Þorvaldur Jónsson og Þórunn Rafnar fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Gen sem spá fyrir um endurkomu (relapse) ristilkrabbameins".

2004/10 – Þóra Steffensen réttarmeinafræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Notkun ónæmislitunarinnar Complement C9 til snemmgreiningar hjartavöðvadreps og notkun þeirrar litunar í réttarkrufningum."

2004/526 – Þórður Herbert Eiríksson sérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Skurðaðgerðir vegna opa í gáttaskilum á Barnaspítala Hringsins 1997–2004".

2004/591 – Þórður Sigmundsson yfirlæknir fékk leyfi vegna "Rannsóknar á öryggi og verkun SEP-226330 í einstaklingum með fótaóeirð".

2003/570 – Þórður Þórkelsson læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Hátíðni-öndunarvélameðferð hjá nýburum".

2004/629 – Þórður Þórkelsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Áhættuþættir fyrir alvarlegum og langvinnandi lungnasjúkdómi hjá fyrirburum".

Veitt starfsleyfi:

2003/309 – Myndmark, samtök þeirra sem dreifa myndbandsefni í gegnum útleigu og heildsölu á Íslandi, fékk starfsleyfi til að safna og miðla tilteknum persónuupplýsingum sem varða fjárhag og lánstraust einstaklinga, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 246/2001, um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, og 4. tl. 1. mgr. 7. gr. reglna Persónuverndar nr. 90/2001.



Var efnið hjálplegt? Nei