"Staða heimilanna" Leyfi til vinnslu fjárhagsupplýsinga; I. áfangi

Persónuvernd hefur veitt Seðlabanka og fjármálastofnunum leyfi til vinnslu persónuupplýsinga til mats á áhrifum kreppu á efnahag einstaklinga.

Persónuvernd hefur veitt víðtækt leyfi til vinnslu fjárhagsupplýsinga um einstaklinga. Leyfishafar eru Seðlabanki Íslands og Íbúðalánasjóður, NBI hf., Nýi Glitnir Banki hf., Nýja Kaupþing Banki hf., Frjálsi fjárfestingabankinn hf., Lýsing hf., Avant hf., SP-Fjármögnun, Sparisjóður Ólafsfjarðar, SPRON, Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, Sparisjóður Mýrasýslu, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður Svarfdæla og Sparisjóðurinn Dalvík, BYR sparisjóður, Sparisjóður Bolungarvíkur, AFL – sparisjóður, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Sparisjóður Norðfjarðar, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Höfðahverfis.

Leyfið er bundið því skilyrði að öll persónuauðkenni verði dulkóðuð undir eftirliti tilsjónarmanns.

Leyfi Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei