2003

Árið 2003 veitti Persónuvernd 80 leyfi vegna vísindarannsókna á heilbrigðissviði og 3 starfsleyfi.

Hér að neðan eru birt nöfn ábyrgðaraðila, rannsóknarheiti o.fl.

Einstakar heimildir til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

(2003/501) - Ari Jóhannesson læknir og María Heimisdóttir, læknir og Þórhildur Sch. Thorsteinsson, lyfjafræðinemi fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Tíðni lyfjasamsetninga er geta valdið milliverkunum meðal sjúklinga er leggjast inn á LSH".

(2003/197) - Arnar Hauksson, yfirlæknir, Peter Holbrook PhD prófessors og Þórarinn Sigurðsson, dr. odont., prófessors fengu leyfi vegna "Rannsóknar á því hvort tannholdsbólga kemur af stað fæðingu fyrir tímann eða dregur úr vexti ófæddra barna."

(2002/578) - AstraZeneca R&D Alderly Park, Helga Harðardóttir, rannsóknarfulltrúi og Magnúsar Böðvarssonar, nýrnalæknir fengu leyfi vegna rannsóknar á áhrifum lyfsins rosuvastatín á lífslíkur sjúklinga með endastigs nýrnabilun.

(2002/391) - AstraZeneca R&D Lund, c/o PharmaNor, og Kjartan Örvar, meltingarlæknir á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði fengu leyfi vegna rannsóknar í því skyni að finna "áhrifaríka aðferð til að meta hvort verkur eða sviðatilfinning ofarlega í kvið (dyspepsía) sé tilkomin vegna sýrumyndunar í maga."

(2002/523) - Atli Dagsbjartsson og Þórður Þórkelsson læknir fengu leyfi vegna rannsóknar á gulu hjá nýburum.

(2003/594) - Árni Árnason, lektor, Jónína Waagfjörð, lektor, Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari og sjúkraþjálfunarnemarnir Edda Blöndal og Guðrún Sara Jónsdóttir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Áhrif göngumylluþjálfunar í upphengi á göngu hjá "incomplete" mænusköðuðum einstaklingum – einliðasnið (single subject design)."

(2003/63) Árni V. Þórsson, læknir, Einar Þór Hafberg, læknanemi, Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir og Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir fengu leyfi vegna rannsóknar á nýgengi, einkennum og faraldsfræði sjúkdómsins CAH.

(2003/153) - Ársæll Kristjánsson, Ásgeir Theodórsson, Bjarni Agnarsson, Bjarni Þjóðleifsson, Brynjar Viðarsson, Eiríkur Jónsson, Guðmundur I. Eyjólfsson, Hafsteinn Sæmundsson, Hjörtur
Gíslason, Hlíf Steingrímsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Jens Kjartansson, Jónas Magnússon, Karl Ólafsson, Margrét Oddsdóttir, Ólafur Gísli Jónsson, Páll Helgi Möller, Sigurður Böðvarsson, Sigrún Reykdal, Urður, Verðandi, Skuld ehf. (UVS), Valur Þór Marteinsson, og Þorvaldur Jónsson fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Leit að meingenum – ÍKV [Íslenska krabbameinsverkefnið] áfangi IV".

(2003/519) - Bertrand Lauth, sérfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknar sem bar yfirskriftina "Innlagnir á unglingageðdeild (BUGL), LSH".

(2002/440) - Björn Magnússon læknir fékk vegna rannsóknar á áhrifum þverfaglegs eftirlits á stjórnun sykursýki af tegund 2, fylgikvilla, þol, andlega líðan sjúklinga og svefnháðar öndunartruflanir.

(2003/238) - Bolli Bjarnason, aðjúnkt fékk leyfi verkefnis sem fólst í því að finna aðferð til mats á ofnæmi og til greiningar ofnæmisvaka.

(2003/209) - Bolli Bjarnason fékk leyfi vegna verkefnis sem fólst í því að finna leið til að bæta aðferðafræði húðofnæmisprófa.

(2002/602) - Davíð Gíslason, Unnur Steina Björnsdóttir og Óskar Einarsson fengu leyfi vegna rannsóknar á að rannsaka möguleikann á því að nota RNA einangrað úr blóði og afurðir þess til að finna lífmörk sem einkenna astma og sjúkdómsstig hans eins og þau hafa verið skilgreind í leiðbeiningum Bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar frá 1997.

(2003/272) - Davíð Ottó Arnar fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Árangur af notkun Íbútilíðs við gáttatifi á bráðamóttöku".

(2003/591) - Einar Már Valdimarsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Flysjun (dissection) í hálsslagæðum. Einkenni, skammtíma- og langtímaáhrif."

(2003/497) Elín J. G. Hafsteinsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á skurðlæknasviði LSH fékk leyfi vegna rannsóknar sem bar yfirskriftina "Breyting á heilsutengdum lífsgæðum við liðskiptaaðgerð."

(2003/567) - Emil L. Sigurðsson, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Meðferð og eftirlit sjúklinga með háþrýsting í heilsugæslu".

(2003/319) - Félagsþjónustan í Reykjavík og Freydís Jóna Kristjánsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Unglingar út úr vanda: Staða unglinga eftir
langtímameðferð."

(2003/579) - Geir Tryggvason, Jón Gunnlaugur Jónasson og Magnús Karl Magnússon, læknar fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Sameindaerfðafræðileg könnun á angiomyolipoma æxlum; Leit að stökkbreytingum í völdum týrósín kínasa genum".

(2003/516) - Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar á nýgengi átraskana.

(2003/10) - Guðjón Haraldsson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Ólafur Skúli Indriðason, Ólafur Kjartansson, Runólfur Pálsson og Viðar Eðvarsson fengu leyfi vegna vísindarannsóknarinnar "Erfðir nýrnasteina: Erfðafaraldsfræðileg rannsókn og meingenaleit".

(2003/134) - Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir og María Sveinsdóttir fyrir hönd Pfizer, Global Research and Development fengu leyfi vegna rannsóknar á áreiðanleika og gagnsemi notkunar ísvatns við meðferð á taugatengdri ofvirkni í þvagblöðru.

(2003/460) - Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, María Sveinsdóttir, rannsóknarfulltrúi og Pfizer á Íslandi fengu leyfi vegna rannsóknar á því hversu næmt svonefnt ísvatnspróf, sem notað er "til að greina á milli taugatengdrar blöðruofvirkni, efri eða neðri gerð", en sem síðari rannsóknir hafi sýnt að geti reynst "gagnlegt til að greina blöðruofvirkni af svokallaðri C-fiber-taugagerð", sé "við breytingum þegar búið er að deyfa C-taugafrumur með Lidocain-innhellingu í blöðru".

(2003/66) - Guðrún J. Guðmundsdóttir, augnlæknir fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á tíðni gláku á Vesturlandi.

(2003/36) - Helga Ögmundsdóttir, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknar á tengslum hormónaþéttni í sermi mæðra á meðgöngu við áhættu sona á að fá krabbamein í eistu.

(2003/308) - Helga M. Ögmundsdóttir, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Hlutdeild MMTV retróveiru í tilurð brjóstakrabbameins – forrannsókn".

(2003/120) - Helga M. Ögmundsdóttir, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Helicobacter og áhætta á briskrabbameini."

(2003/2002) - Helga M. Ögmundsdóttir yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Áhættuþættir fyrir krabbameini í vélinda." Um var að ræða í norræna tilfella-viðmiða rannsókn. Í umsókn kom m.a. fram að upplýsinga yrði aflað úr Krabbameinsskrá og lífsýna frá Hjartavernd og RH í veirufræði.

(2003/578) - Helga M. Ögmundsdóttir, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "MMTV og brjóstakrabbamein."

(2003/557) - Helga M. Ögmundsdóttir og Laufey Tryggvadóttir hjá Krabbameinsfélaginu, Krabbameinsskrá fengu leyfi vegna samnorrænnar rannsóknar: "Nýgengi krabbameina meðal þeirra sem tekið höfðu þátt í hóprannsóknum Hjartaverndar og kvenna sem til voru meðgöngusýni úr hjá RH í veirufræði".

(2003/273) - Helgi Jónsson, Kristján Steinsson og Merck Sharp & Dohme, fengu leyfi vegna verkefnis sem kallað var: "Tvíblind, slembiröðuð, samhliða rannsókn með samanburði við virkt lyf til að meta öryggi Etoricoxib hjá sjúklingum með slitgigt eða liðagigt."

(2003/413) - Helgi Sigurðsson, dósent, Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE) og Óskar Jóhannsson, sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Rannsókn á erfðum krabbameina".

(2002/569) - Hermann Óskarsson fékk leyfi vegna rannsóknar er bar heitið "Er þörf á heimahjúkrun á Akureyri".

(2003/147) - Hjartavernd fékk leyfi vegna rannsóknar á tengslum óeðlilegrar erfðaefnisgreypingar á ákveðnum efnaskiptagenum við fæðingarþyngd og tilkomu sykursýki á fullorðinsárum.

(2003/237) - Hjálmar Þorsteinsson læknir og Þorvaldur Ingvarsson sérfræðingur fengu leyfi vegna rannsóknar á sjúkdómi er nefnist Osteochondritis Dissecans (liðsjúkdómur sem veldur liðskemmd) og mögulegum tengslum hans við slitgigt.

(2003/380) - Hjörtur Gíslason, Jón Gunnlaugur Jónasson og Magnús Karl Magnússon fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar: "Faraldsfræði, meinafræði og sameindaerfðafræði GIST æxla á Íslandi".

(2003/525) - Hjörtur Friðrik Hjartarson og Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarlæknir, fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Algengi slitgigtar í hnjám hjá slökkviliðsmönnum".

(2003/504) - Hrafn Tulinius prófessor, Jón Hrafnkelsson læknir og Vilhjálmur Rafnsson prófessor fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Nýgengi krabbameina flugliða".

(2003/293) - Högni Óskarsson, geðlæknir, Íslensk erfðagreining ehf., Valgerður Rúnarsdóttir og Þórarinn Tyrfingsson hjá SSÁ fengu leyfi vegna tengsla við rannsókn á fjölskyldulægni áfengissýki og annarra fíknisjúkdóma.

(2003/162) - llka Nassbaum, læknir og Þorvaldur Ingvarsson, læknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Faraldsfræði liðþófarofs á upptökusvæði
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) 1950-1997."

(2003/163) - Ilka Nussbaum og Þorvaldur Ingvarsson, læknir og fengu leyfi vegna rannsóknar á upplifun og afdrifum sjúklinga er hlutu lærleggshálsbrot á tímabilinu 1950-2002, sérstaklega m.t.t. þess hvort dánartíðni sé samsvarandi hér á landi og erlendis.

(2002/496) - Íslensk erfðagreining ehf., Kristleifur Kristjánsson, Jóhanna Einarsdóttir talmeinafræðingur og Talþjálfun Reykjavíkur, fengu leyfi til samkeyrslu Íslendingabókar við gögn um einstaklinga sem verið hafa til meðferðar hjá Jóhönnu Einarsdóttur vegna stams, auk einstaklinga sem skráðir eru hjá Málbjörgu, félagi um stam, sem samþykkt hafa þátttöku í rannsókn á ættlægni stams

(2003/492) - Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE) og Þórarinn Gíslason, yfirlæknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Arfgengi og erfðaþættir kæfisvefns".

(2002/433) - Janssen-Cilag/Thorarensen Lyf fékk leyfi vegna rannsóknar á lyfinu Prepulsid sem tekið er við ýmsum meltingarsjúkdómum.

(2003/131) - Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor og Vilhjálmur Ari Arason læknir fengu leyfi vegna rannsóknarinnar "Faraldsfræði penicillín ónæmra pneumókokka (Streptococcus pneumoniae) á Íslandi 1992–2003 og breytingar á sýklalyfjanotkun barna. – Framhaldsrannsókn frá árunum 1992–1993 og 1997–1998."

(2003/572) - Jón Hjaltalín Ólafsson, dr.med. og Kristleifur Kristjánsson (ÍE) fengu leyfi vegna viðbótar við rannsókn á faraldsfræði og erfðum sortuæxla og "dysplastic nevus syndrome".

(2003/185) - Jónas Franklín læknir og Þorvaldur Ingvarsson, læknir fengu leyfi vegna rannsóknar á árangri Exeter gerviliðsaðgerða, sem gerðar voru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) á árunum 1982-2002.

(2002/505) - Krabbameinsfélag Íslands, Kristján Sigurðsson / Þórunn Rafnar, Kristrún Benediktsdóttir og RH í meinafræði fengu leyfi vegna rannsóknar á tíðni undirflokka HPV í forstigsbreytingum í leghálsi, en um var að ræða samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands og RH í meinafræði. Veitti tölvunefnd leyfi til rannsóknarinnar hinn 1. júní 1999. Í erindinu er bæði sótt um leyfi til framlengingar
rannsóknartíma og um að mega gera viðbót við rannsóknina. Viðbótin felst í því að "sannreyna hvort áhætta á endurkomnum sjúkdómi eftir keiluskurð orsakist af viðvarandi HPV sýkingu".

(2002/327) - Landspítala-háskólasjúkrahúsi fékk leyfi til að skrá í sérstakan gagnagrunn upplýsingar um viðsjárverða einstaklinga í þeim tilgangi að geta komið í veg fyrir að þeir fremji ofbeldisverk á slysa- og bráðadeild .

(2003/385) - Páll E. Ingvarsson, læknir fékk leyfi vegna þátttöku í fjölþjóðlegri rannsókn: "RISE, með raförvun við útlægan alskaða á mænu (RISE- use of electrical stimulation to restore standing in paraplegics with long-term denervated degenerated muscles)".

(2003/04) - Pfizer A/S, Danmörku og Þórðar Sigmundsson, yfirlæknir fengu leyfi vegna lyfjarannsóknar er bar heitið: "Tolerability, safety, and efficacy of ziprasidone (80-160 mg/d) versus olanzapine (10-20 mg/d), risperidone (4-8 mg/d) or quetipine (300-750 mg/d) in pretreated patients with schizophrenia, schizoaffective disorder or schizopreniform disorders - A 12-week open label, multicenter clinical tria.".
(2003/358) - Rafn Benediktsson fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Fjölseta, tvíblind, slembiröðuð, samanburðar- rannsókn við lyfleysu til ákvörðunar á skammtastærð hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 sem hafa ófullnægjandi stjórn á sykurbúskap."

(2003/349) - Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð, Magnús Ólason, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Árangur þverfaglegrar verkjameðferðar á Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð".

(2003/06) - Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga á kvennadeild Baylor College of Medicine í Houston, Bandaríkjunum, vegna "Rannsókn[ar] á erfðaþáttum í vefjasýnum frá konum með og án fjölskyldulægs legslímuflakks".

(2003/486) - Runólfur Pálsson, læknir fékk leyfi til að kanna dánarvottorð látinna einstaklinga sem höfðu tegund 1 af sykursýki (insúlínháð) vegna rannsóknarinnar: "Faraldsfræði nýrnameins af völdum sykursýki".

(2003/472) - Sigríður Sveinsdóttir deildarlæknir fékk leyfi vegna rannsóknar á því hversu algengar blæðingar eftir hálskirtlatöku eru, hvenær þær eigi sér helst stað og hvort þættir eins og aðgerðartækni, hvar aðgerð var framkvæmd, hvenær sjúklingur fór heim, hver framkvæmdi aðgerð og hvort sjúklingur var settur á bólgueyðandi lyf hafi áhrif þar á.

(2003/31) - Sigurbergur Kárason fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Könnun á nytsemi samfelldrar skráningar á heilalínuriti".

(2003/256) - Sigurður B. Þorsteinsson yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Eru tengsl milli meðferðarheldni HIV-sýktra og árangurs lyfjameðferðar og tengist hún lífsgæðum ?".

(2002/424) - Sigurður Kristjánsson yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Orsakir og meðferð þvagfærasýkinga barna á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins."

(2003/132) Sigurður Ólafsson, læknir fékk leyfi vegna rannsóknar á faraldsfræði lifrarbólgu B og C meðal innflytjenda á Íslandi.

(2003/214) - Sólveig Jónsdóttir, sálfræðingur fékk leyfi vegna rannsóknar á frammistöðu íslenskra barna með málþroskaröskun á Kaufman taugasálfræðiprófinu.

(2003/366) - Urður, Verðandi, Skuld ehf. fékk leyfi til flutnings lífsýna úr 100 einstaklingum, sem fengið hafa brjóstakrabbamein, og 100 einstaklingum úr viðmiðunarhóp, til prófessors Andrews Feinbergs við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore, Maryland-fylki, Bandaríkjunum. Leyfið er bundið því skilyrði að lífsýnum, sem þangað eru send, verði eytt eða þau send aftur til Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. að vinnslu lokinni.

(2003/375) - Urður, Verðandi, Skuld ehf. (UVS) og læknarnir Valgarður Egilsson og Þorvaldur Jónsson fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Leit að áhættugenum í fjölkrabbaættum með hefðbundinni tengslagreiningu – ÍKV [Íslenska krabbameinsverkefnið] áfangi IV".

(2002/589) - Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Heildrænt mat á líðan sjúklinga í líknarmeðferð".

(2003/328) -Vilhjálmur Rafnsson, prófessor fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: ,,Dánartíðni einstaklinga sem leituðu til bráðamóttöku Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut".

(2003/563) - Þorvaldur Ingvarsson, yfirlæknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar "Árangur af gerviliðaaðgerðum á hné framkvæmdum á bæklunardeild FSA 1982-2002".

(2003/568) - Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarlæknir og Unnur Þóra Högnadóttir, læknanemi fengu leyfi vegna rannsóknarinnar: "Hefur meðferð fólks með lærleggshálsbrot breyst eftir að lyf við beingisnun komu á markað?".

(2003/570) Þórður Þórkelsson, læknir fékk leyfi vegna rannsóknarinnar: "Hátíðni-öndunarvélameðferð hjá nýburum".

(2002/597) - Þóra Steingrímsdóttir fékk leyfi vegna athugunar á gildi leghálssaumsaðgerða til varnar fósturláti og fyrirburafæðingu.

Veitt starfsleyfi

(2002/593) - Starfsleyfi fyrir Lánstraust hf. fékk leyfi til að annast söfnun og skráningu upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, í því skyni að miðla þeim til annarra, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 246/2001, um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust og 4. tl. 1. mgr. 7. gr. reglna Persónuverndar nr. 90/2001.

(2003/34) - Breytt starfsleyfi fyrir Lánstraust hf. fékk leyfi til að annast söfnun og skráningu upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, í því skyni að miðla þeim til annarra, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 246/2001, um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust og 4. tl. 1. mgr. 7. gr. reglna Persónuverndar nr. 90/2001.

(2003/43) - Starfsleyfi fyrir Lánstraust hf. fékk leyfi til að annast söfnun og skráningu upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni og lánstraust lögaðila, í því skyni að miðla þeim til annarra skv. 2. gr. reglugerðar nr. 246/2001, um söfnun og miðlun upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust





Var efnið hjálplegt? Nei