Leyfisveitingar í nóvember og desember 2008

Í nóvember og desembermánuði voru gefin út 29 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í nóvember og desembermánuði voru gefin út 29 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/694 - Vilmundur Guðnason, yfirlæknir Hjartaverndar; Gunnar Tómasson læknir; Jóhannes Björnsson, yfirlæknir Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði; Thor Aspelund tölfræðingi; Kristján Steinsson, yfirlæknir á Landspítala; og Peter A. Merkel, aðstoðarprófessor við Boston-háskóla í Bandaríkjunum fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhættuþættir, kransæðasjúkdómur og lífslíkur í risafrumuæðabólgu (Giant Cell Arteritis, GCA)“.

2008/699 - Viðar Örn Eðvarðsson, læknir á Barnaspítala Hringsins, Sandra Dís Steinþórsdóttir, Sigríður Birna Elíasdóttir, læknanemar á 6. námsári, Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum á LSH og Hróðmar Helgason, sérfræðingur í hjartalækningum barna á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blóðþrýstingur í 9 ára gömlum börnum á Íslandi. Algengi háþrýstings, ástæður og fylgikvillar.“

2008/744 - Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir, Lárus Jónasson, meinafræðingur, og Kristján S. Ásgeirsson, skurðlæknir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meinafræðileg eitlastigun brjóstakrabbameina á Landspítala 2000-2007“.

2008/761 - Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, fékk leyfi til miðlunar upplýsinga til Chien Tai, sérfræðings hjá Rannsóknarsetri í barna og fjölskylduvernd,  vegna rannsóknarinnar: „Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Félagsþjónusta sveitarfélaga og barnavernd. Gagnakönnun.“

2008/777 - Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif TNFα og TGF-β1 á samskipti T fruma við sýnifrumur, og sérhæfingu þeirra í T-stýrifrumur og Th17 frumur.“

2008/779 - Dagný Guðnadóttir, Ásta Thoroddssen og Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „DRG-O flokkun – framtíðar notagildi“.

2008/791 – Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og María Heimisdóttir, sviðsstjóri hag- og upplýsingatæknisviðs Landspítalans, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Lyf sem orsök innlagna á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH)“.

2008/794 – Halldór Jónsson, yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Staða axlar, hreyfigeta og vandamál í kjölfar viðbeinsbrota“.

2008/797 - Kristín María Tómasdóttir, nemi, Margrét Oddsdóttir, prófessor, og Páll Möller, yfirlæknir fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur af gallblöðrutökum á Íslandi á 2 ára tímabili, 2006-2007“.

2008/788 – Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir, Sigurður P. Pálsson, geðlæknir, og Anna Sigurðardóttir, læknanemi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „Nýgengi og horfur sjúklinga sem greinst hafa með lystarstol á geðdeildum á Íslandi 1983-2008“.

2008/805 - Árni Jón Geirsson, læknir, William Kristjánsson, læknanemi og Arnór Víkingsson, læknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sýkingar í gerviliðum á Íslandi 1990-2007“.

2008/806 – Helga Jónsdóttir, prófessor, og Inga Valborg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Staða og breytingar á áhættuþáttum hjá kransæðasjúklingum sem notið hafa hjúkrunarmeðferðar á göngudeild kransæðasjúklinga“.

2008/823 - Þórður Þorkelsson, sérfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð á lungnasjúkdómum hjá nýburum með síblæstri (CPAP, continous positive airway pressure)“.

2008/793 – Jón Baldursson fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Breytt skipulag sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu: Samanburður á öryggi sjúklinga og framkvæmd meðferðar.“

2008/524 - Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor við Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á Landspítala, Óttar Guðmundsson, sérfræðingur á Landspítala og Þórgunnur Ársælsdóttir, sérfræðingur á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á kortisól og testósteróngildum nýgreindra þunglyndra karla fyrir og á lyfjameðferð“.

2008/885 – Gylfi Óskarsson, sérfræðingur í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, og Ágeir Haraldsson, yfirlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kawasaki sjúkdómur á Íslandi 1996-2005“.

2008/888 – Þjóðskrá fékk leyfi til að miðla upplýsingum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900-1970.“

2008/935 - Eiríkur Steingrímsson, prófessor, Björn Guðbjörnsson, dósent, Gunnar Sigurðsson, prófessor, Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir, Sigurður Brynjólfsson, prófessor, og Bernhard Pálsson, gestaprófessor, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kerfislíffræðileg greining á efnaskiptum mannsins“.

2008/946 - Hannes Petersen, yfirlæknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Acousticus neurinoma á Íslandi í 30 ár, tímabilið 1979 - 2009“.

2008/798 - Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir, Helga Ögmundsdóttir, prófessor og Vilhelmína Haraldsdóttir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vefjameinafræðileg greining, klínísk einkenni og afdrif sjúklinga með Waldenströms Macroglobulinemiu“.

2008/414 - Jón Jóhannes Jónsson, dósent við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítala, og Pétur Lúðvígsson, barnalæknir á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brottfallsheilkenni sem orsök athrogryposu og þroskaskerðingar“.

2008/971 - Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á LSH, og Alma D. Möller, yfirlæknir á LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „Brátt andnauðarheilkenni (ARDS) á gjörgæsludeildum LSH tímabilið 1998-2008, tíðni orsök og afdrif sjúklinga.“ .

2008/795 - Sigríður Ó. Haraldsdóttir, Þórarinn Gíslason og Joachim Müller-Quernheim, læknar, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl arfgerðar og svipgerðar í sarklíki“.

2008/828 - María Ragnarsdóttir, rannsóknasjúkraþjálfari, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif þol- og styrktarþjálfunar sjúklinga í blóðskilun á líkamlega getu“.

2008/893 - Lovísa Baldursdóttir, sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala, Laura Scheving Thorsteinsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, og Þráinn Rósmundsson, yfirlæknir á barnaskurðdeild Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brunaáverkar barna á Landspítala á árunum 2000-2008: Er þörf á auknum forvörnum og skipulögðum stuðningi eftir útskrift af sjúkrahúsi?“.

2008/891 - Gísli Heimir Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor, Kári Hreinsson, sérfræðilæknir og yfirlæknir, Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, og Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gjöf fibrinogenþykknis við alvarlegar blæðingar: Ábendingar og árangur meðferðar“. Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur nýrrar meðferðar við langvinnum stoðkerfisverkjum á Íslandi“.

2008/906 - Ásgeir Haraldsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, Sigurður Kristjánsson, sérfræðingur og sviðsstjóri á Landspítala, Trausti Óskarsson, deildarlæknir, og Sigurður Þorgrímsson, sérfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hátt CRP hjá börnum á Barnaspítala Hringsins“.

2008/913 - Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítala, og Ragnheiður I. Bjarnadóttir, læknir á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Breyting á tíðni fyrirburafæðinga á Íslandi á árunum 1998-2007“.

2008/474 - Gunnar Ísleifur Ólafsson, Þorvaldur Ingason, Brynjólfur Mogensen og Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE) fengu leyfi til öflunar frekari persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hlutur erfða í beinþéttni og beinþynningu“.

 




Var efnið hjálplegt? Nei