2002

Árið 2002 veitti Persónuvernd 31 leyfi vegna vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

Hér að neðan eru birt nöfn ábyrgðaraðila, rannsóknarheiti o.fl.

Einstakar heimildir til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

2002/220Albert Páll Sigurðsson, Andrew A. Hicks, Íslensk erfðagreining ehf. og Þórður Sigmundsson fengu leyfi vegna rannsóknar á erfðum fótaóeirðar.

2002/38 – Arthur Löve, Helga Ögmundsdóttir og Vilmundur Guðnason fengu leyfi vegna samnorrænnar rannsóknar á papillomaveirum og öðrum mælanlegum áhættuþáttum fyrir leghálskrabbameini og forstigum þess.

2002/275 – Arthur Löve, Már Kristinsson og Sigurður B. Þorsteinsson fengu leyfi vegna rannsóknar á samspili HIV og lifrarbólguveiru G í sjúkdómsmyndun.

2002/723 – Árni Kristinsson, Guðmundur Þorgeirsson og Íslensk erfðagreining ehf. fengu leyfi vegna rannsóknar á erfðum hjartabilunar.

2002/491 – AstraZeneca R&D Lund, c/o PharmaNor og Gunnur Petra Þórsdóttir fengu leyfi vegna samanburðarrannsóknar á virkni meðferðar við astma hjá sjúklingum, sem höfðu fengið sterameðferð og voru annaðhvort fullorðnir eða á unglingsaldri, þegar einungis var notað lyfið Symbicort Turbuhaler og þegar notuð voru hvoru tveggja lyfin Seretide Diskus og Ventoline.

2002/522 - Árni V. Þórsson, Einar Þór Hafberg, Ísleifur Ólafsson og Sigurður Þ. Guðmundsson fengu leyfi vegna rannsóknar á nýgengi, einkennum og faraldsfræði sjúkdóms sem hefur ómeðhöndlaður í för með sér lost og dauða fáum vikum eftir fæðingu og veldur afmyndun á kynfærum stúlkubarna (CAH). Rannsóknin var miðuð við 35 ára tímabil, þ.e. 1966–2001.

2002/278Ásgeir Haraldsson, Bjarni Agnarsson, Helgi Sigurðsson, Íslensk erfðagreining ehf., Jakob Jóhannsson, Jón Hrafnkelsson, Óskar Þór Jóhannsson og Rósa Barkardóttir fengu leyfi vegna rannsóknar á erfðum mismunandi næmis fyrir geislameðferð við brjóstakrabbameini.

2002/388Bjarni V. Agnarsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Jóhannes Björnsson, Íslensk erfðagreining ehf., Jón Þór Bergþórsson, Kjartan Magnússon, Laufey Þóra Ásmundsdóttir, Rósa B. Barkardóttir og Tómas Guðbjartsson fengu leyfi vegna viðbótar á rannsókn á erfðum eistnakrabbameins.

2002/256Bjarni Þjóðleifsson, Urður Verðandi Skuld og Þorvaldur Jónsson fengu leyfi vegna rannsóknar á forstigsbreytingum magakrabbameins (ÍKV áfangi II).

2002/596 – Eli Lilly Danmark A/S og Gunnar Sigurðsson fengu leyfi vegna lyfjarannsóknar á áhrifum þriggja mismunandi meðferða hjá konum eftir tíðahvörf, þ.e. konum með alvarlega beinþynningu.

2002/539 – Felix Valsson fékk leyfi vegna rannsóknar á áhrifum kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp.

2002/348 – Finnbogi Jakobsson, Haukur Hjaltason og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir fengu leyfi vegna rannsóknar á dystoniusjúklingum á Íslandi. Faraldsfræðileg rannsókn og rannsókn á hugsanlegum erfðamörkum dystoniu á Íslandi.

2002/543 – Guðmundur Geirsson fékk leyfi vegna rannsóknar á góðkynja stækkun á hvekk.

2002/163 – Guðmundur Ingi Eyjólfsson, Urður Verðandi Skuld og Þorvaldur Jónsson, fengu leyfi vegna rannsóknar á hárfrumuhvítblæði (ÍKV áfangi I og II).

2002/438 – Guðrún Kristjánsdóttir fékk leyfi vegna rannsóknar "á gagnsemi þess að nota snuð eða sykurlausn til að draga úr verkjum nýbura (>2500 gr.)".

2002/471 – Gunnar Guðmundsson og Íslensk erfðagreining ehf. fengu leyfi vegna rannsóknar á erfðum lungnatrefjunar.

2002/241 – Helga Ögmundsdóttir, Vilhelmína Haraldsdóttir og Vilmundur Guðnason fengu leyfi vegna rannsóknar á sjúkdómsmyndun mergfrumuæxla.

2002/395 – Helgi Laxdal fékk leyfi til samkeyrslu á félagaskrá Vélstjórafélags Íslands og Lífeyrissjóðs sjómanna.

2002/369 – Hrafn Tulinius fékk leyfi vegna framhaldsrannsóknar sem fólst í því að flokka brjóstakrabbameinstilvik og blöðruhálskrabbameinstilvik eftir tegundum BRCA.

2002/166 – Íslensk erfðagreining ehf. og Tryggvi B. Stefánsson fengu leyfi til samkeyrslu vegna rannsóknar á ristilsarpa.

2002/439 – Jón Snædal fékk leyfi vegna rannsóknar á aðstæðum fjölskyldna sjúklinga sem fengið höfðu heilabilun innan við 65 ára aldur (presenile dementia=reskiglöp).

2002/85Kristján Steinsson fékk leyfi vegna rannsóknar á erfðaþáttum sjúkdómsins rauðir úlfar.

2002/81Ólafur Gísli Jónsson, Urður Verðandi Skuld og Þorvaldur Jónsson, fengu leyfi vegna rannsóknar á illkynja æxlum í börnum (ÍKV áfangi I).

2002/81Ólafur Gísli Jónsson, Urður Verðandi Skuld og Þorvaldur Jónsson, fengu leyfi vegna rannsóknar á tjáningu gena í illkynja æxlum í börnum (ÍKV áfangi II).

2002/540Pálmi V. Jónsson fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vistunarmat aldraðra í Reykjavík og á Akureyri.

2002/463 – Rósa Björk Barkardóttir o.fl. fengu leyfi til flutnings lífsýna úr landi vegna rannsóknar á erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini.

2002/162Sigrún Reykdal, Urður Verðandi Skuld og Þorvaldur Jónsson, fengu leyfi vegna rannsóknar á bráða mergfrumuhvítblæði og bráða eitilfrumuhvítblæði (ÍKV áfangi I og II).

2002/164Sigrún Reykdal, Urður Verðandi Skuld og Þorvaldur Jónsson, fengu leyfi vegna rannsóknar á mergrangvaxtarheilkennum (ÍKV áfangi I og II).

2002/555 – Sigurður Ólafsson fékk leyfi vegna rannsóknar á faraldsfræði lifrarbólgu B og C meðal innflytjenda á Íslandi.

2002/68Valgarður Egilsson fékk leyfi vegna rannsóknar á hugsanlegum þætti veira/vírusa í tilurð Paget´s sjúkdóms í brjósti.

2002/336Valgerður Sigurðardóttir fékk leyfi til þátttöku í þróun alþjóðlegs spurningalista um andlega líðan og félagslegan stuðning, sérstaklega til nota innan líknarmeðferðar.



Var efnið hjálplegt? Nei