Leyfisveitingar í febrúar 2008

Í febrúarmánuði voru gefin út 25 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í febrúarmánuði voru gefin út 25 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2008/67 – Lovísa Baldursdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Alma D. Möller, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Endurinnlagnir á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut árið 2006: Greining á áhættuþáttum“.

2007/540 - GlaxoSmithKline ehf. fékk leyfi til flutnings starfsmannaskrár fyrirtækisins til Bandaríkjanna..

2007/896 – Ari Víðir Axelsson, sérfræðingur á Landspítalanum; Kjartan Örvar, sérfræðingur á St. Jósefsspítala; Lúther Sigurðsson, sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins; Davíð Gíslason, yfirlæknir á LSH; Sigurbjörn Birgisson, yfirlæknir á lyflækningadeild LSH; Jón Gunnlaugur Jónasson og Kristrún Benediktsdóttir, sérfræðingar á Rannsóknarstofu Háskólans í Meinafræði fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar á tíðni Eosínófíl esófagítis á Íslandi.

2008/23 – Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslu Glæsibæjar, Halldór Jónsson, heimilislæknir á Heilsugæslu Glæsibæjar og Þórhildur Halldórsdóttir, læknanemi við HÍ, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nýbúar og heilsugæsla“.

2007/880 – Tómas Guðbjartsson, sérfræðingur í hjarta- og brjóstholsskurðlækningum á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Miðmætisspeglanir á Íslandi 1983-2007“.

2008/10 – Maríanna Garðarsdóttir og Sigrún Reykdal, sérfræðilæknar, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ákvörðun járnmagns í lifur og hjartavöðva með segulómun og tengsl þess við hjartastarfsemi“.  

2008/18 – Pétur Lúðvígsson, Sólveig Sigurðardóttir, Helgi Ísaksson, læknar og Unnur Ragna Pálsdóttir, læknanemi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar á nýgengi og dreifingu úttauga- og vöðvasjúkdóma meðal barna.

2008/126 – Snæfríður Þ. Egilsson og Laufey I. Gunnarsdóttir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhugamál stúlkna með Aspergersheilkenni og svipaðar raskarnir á einhverfurófi“.

2008/20 – Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala og Kristins Johnsen, framkvæmdastjóri Mentis Cura ehf., fengu framhaldsleyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Myndun þekkingargrunns heilarita barna“

2008/65 – Tómas Guðbjartsson, sérfræðingur á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skurðaðgerðir vegna rofs á vélinda á Landspítala 1980-2007“.  

2008/11 – Árni Kristjánsson, dósent í Háskóla Íslands, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á þremur meðferðareiðum gaumstols í sjónleit“.

2008/47 – Pétrur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, og Eyrún Ósk Sigurðardóttir, geislafræðinemi í HR, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á geislaskömmtum við mismunandi röntgenrannsóknir á þvagfærum“. 

2008/81 – Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild LSH, Jakob Smári, prófessor við Háskóla Íslands, Lydía Ósk Ómarsdóttir og Unnur Vala Guðbjartsdóttir, nemar í sálfræði við Háskóla Íslands, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á árangri hópmeðferðar við kvíðaröskunum barna á aldrinum 8-12 ára eftir 10 skipti“.

2008/125 – Trausti Valdimarsson læknir, Páll Möller læknir og Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE), fengu erfðarannsóknarleyfi varðandi tvær rannsóknir á erfðum endaþarms- og ristilkrabbameins.

2008/133 – Halldór Jónsson, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sarkmein í útlimum“.

2008/136 – Christina McNair f.h. Novartis Pharma AG, Björn Guðbjörnsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á LSH, Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir á LSH, og Þorkell Bjarnason, sérfræðingur í myndgreiningu, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið: „Tveggja ára, fjölsetra, slembivals-, tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu til að meta áhrif meðferðar með zóledrónik sýru 5 mg einu sinni á ári í bláæð á beinbrot, og öryggi þeirrar meðferðar hjá karlmönnum með beinþynningu“.

2008/127 – Ragnar P. Ólafsson, sálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl átraskana við hvatvísi, áráttu/þráhyggju og hugsanaskekkjur“. 

2008/41 – Elín Laxdal, yfirlæknir á æðaskurðdeild LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur aðgerða vegna þrengsla í carotisæðum á æðaskurðdeild LSH á tímabilinu 2000 - 2006“.

2008/123 – Berglind Guðmundsdóttir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eðli kynferðislegs ofbeldis hjá þolendum sem leitað hafa til Neyðarmóttöku LSH“.

2008/5 – Þórarinn Guðnason, hjartalæknir á Landspítalanum, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif reykingabanns á opinberum stöðum á Íslandi á tíðni kransæðaþræðinga og kransæðavíkkana vegna óstöðugs kransæðasjúkdóms (hjartadrep með ST hækkun, hjartadrep án ST hækkunar, hvikul hjartaöng)“.

2008/21 – Dr. med. Hannes Petersen, yfirlæknir, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð tvíblind, fasa I, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta öryggi og þol týmóls (1% og 4% lausnir) eftir eina og síðan endurteknar meðferðir í ytra eyra hjá fullorðnum heilbrigðum einstaklingum“. 

2008/86 – Íslenskar lyfjarannsóknir ehf. (EnCode), Guðmundur Þorgeirsson, sérfræðingur í lyflækningum og hjarta- og æðasjúkdómum, Árni Kristinsson, yfirlæknir, Davíð O Arnar, sérfræðingur í lyflækningum og hjarta- og æðasjúkdómum, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, heilsugæslulæknir, Karl Andersen og Þórarinn Guðnason, sérfræðingar í lyflækningum og hjarta- og æðasjúkdómum, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna verkefnis sem nefnt er: „Slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta lyfhrif, lyfjahvörf og  DG-051 í sjúklingum með sögu um hjartaáfall“.

2008/32 – Lyfja hf., Lyf og heilsa hf., Lyfjaval ehf. og Lyfjaver ehf., fengu samkeyrsluleyfi til þess að kanna, fyrir framkvæmdanefnd um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu, raunkostnað einstaklinga vegna lyfjakaupa á árinu 2007.

2008/18 – Pétur Lúðvígsson, Sólveig Sigurðardóttir, og Helgi Ísaksson, læknar fengu leyfi til aðgangs að lífsýnasafni og sjúkraskrám vegna rannsóknar á nýgengi og dreifingu úttauga- og vöðvasjúkdóma meðal barna.

2008/2 – Halla Skúladóttir, sérfræðilæknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og Krabbameinsskrá, leyfi til samkeyrslu skráa og leyfi til aðgangs að lífsýnum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Auka kvenhormónar áhættuna á að fá lungnakrabbamein?“.




Var efnið hjálplegt? Nei