Starfsleyfi banka og sparisjóða til að halda Lokanaskrá og miðla upplýsingum úr henni

Persónuvernd hefur endurnýjað starfsleyfi vegna Lokanaskrár. Leyfishafar eru Samband íslenskra sparisjóða, Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing.

Persónuvernd hefur endurnýjað starfsleyfi vegna Lokanaskrár. Leyfishafar eru Samband íslenskra sparisjóða, Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing.

Í nýju leyfunum segir að færa megi upplýsingar á Lokanaskrá ef reikningi hefur verið lokað og vanskil einstaklings séu orðin a.m.k. kr. 500.000,- Er skilyrði að þau hafi safnast upp á 12 mánuðum eða skemur.

Var hafnað ósk bankanna um að mega, óháð viðmiðunarfjárhæð, skrá mann sem hefur oftar en einu sinni á undangengnum tólf mánuðum farið fram úr umsaminni heimild á veltureikningi.

Óheimilt er að miðla upplýsingum um lokun lengur en í tvö ár frá lokunardegi. Framlengja má þetta tímamark verði reikningi aftur lokað innan þessara tveggja ára. Aldrei má þó miðla upplýsingum sem eldri eru en fjögurra ára.

Aðvara skal menn áður en upplýsingar eru færðar í Lokanaskrá. Skal það gert eigi síðar en 14 dögum áður en upplýsingum er miðlað í fyrsta sinn.

Starfsleyfin taka gildi 1. mars 2008.

Starfsleyfi Sambands íslenskra sparisjóða.

Starfsleyfi Landsbankans.

Starfsleyfi Glitnis.

Starfsleyfi Kaupþings.




Var efnið hjálplegt? Nei