Leyfisveitingar í janúar 2008

janúarmánuði voru gefin út 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í janúarmánuði voru gefin út 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2007/780 – Kristín Guðmundsdóttir, aðjúnkt, fékk leyfi til varðveislu vöktunargagna vegna rannsóknar á félagsfærni.

2007/887 - Ólafur Baldursson, læknir á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lyfja-milliverkanir á lungnadeild LSH“.  

2007/886 – Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Íslensk börn með CP (Cerebral Palsy) fædd 1990-2006“. 

2005/698 – Íslensk erfðagreining ehf. og Urður, Verðandi, Skuld ehf. fengu framhaldsleyfi til samkeyrslu skráa með viðkvæmum persónuupplýsingum um fólk sem tekið hefur þátt í krabbameinsrannsóknum á vegum þeirra. 

2005/697 –  Íslensk Erfðagreining ehf. og Urður, Verðandi Skuld ehf. fengu gagnkvæm framhaldsleyfi til aðgangs að lífsýnasöfnum fyrirtækjanna. 

2007/860 – Atli Dagbjartsson, læknir á LSH,  fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lífslíkur og fatlanir lítilla fyrirbura á Íslandi í byrjun 21. aldar“.  

2007/638 – Hjartavernd fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna tiltekins þáttar í svonefndri Reykjavíkurrannsókn, sem ber heitið „Skyldleikastuðlar einstaklinga í Reykjavíkurrannsókn og síðasta áfanga hennar: Öldrunarrannsókn Hjartaverndar“. 

2007/825 – Uggi Agnarsson, hjartasérfræðingur fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hjartavöðvasjúkdómur (HCM, hypertrophic cardiomyopathy). Einkenni, framvinda og horfur eftir vistun á LSH“.  

2007/752 – Sigrún Tryggvadóttir, f.h. Novartis Pharma AG, Magni Jónsson, sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum, Dóra Lúðvíksdóttir, sérfræðingur í ofnæmis- og lungnasjúkdómum, og Eyþór Björnsson, sérfræðingur í lungnasjúkdómum, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „III. stigs, fjölþjóða, slembivals, tvíblind, tvílyfleysu, samanburðarrannsókn hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu“.  

2007/898 – Ólafur Gísli Jónsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Blæðingarsjúkdómar á Íslandi“.  

2008/42 –  Elín Laxdal, yfirlæknir á æðaskurðlækningadeild á LSH, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur og lifun eftir aðgerðir vegna abdominal aortaaneurysma á Landspítala á tímabilinu 1993 - 2006“. 

2008/50 – Jóhann Ágúst Sigurðsson, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tilvísanir til hjartalækna“. 

2008/49– Jens A. Guðmundsson, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fóstureyðing með lyfjum - reynsla af fyrstu 248 meðferðum á Íslandi“.   

2008/27 –  Kolbrún Benediktsdóttir, röntgenlæknir fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skuggaefnisskammtar við tölvusneiðmyndarrannsókn til greiningar á lungnareki“.  

2008/85 – Leifur Franzson, fékk leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Notkun/mæling á fylgjupróteini 13 til greiningar meðgöngueitrunar“. 

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei